Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Atli Arason skrifar 13. júlí 2022 22:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. „Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
„Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina
Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira