Meðaltekjur 640 þúsund krónur á mánuði Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2022 10:11 Frá undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara árið 2019. Tekjur landsmanna árið 2021 byggðu að miklu leyti á þeim samningum. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Það þýðir að helmingur var með tekjur undir fimm hundruð þúsund krónum og helmingur yfir. Þetta kemur fram í skýrslu á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hafi verið rúmlega átta prósent hærri en árið 2020 en sé horft til verðlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæplega fjögur prósent. Meðaltekjur eru hæstar í aldurshópunum 45 til 49 ára, 50 til 54 ára og 55 til 59 ára, rúmlega tíu milljónir króna á ári, og lægstar í yngsta aldurhópnum 16 til 19 ára, tæplega 1,6 milljón króna á ári. „í því samhengi er rétt að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og að margir í þessum aldurshópi búa enn í foreldrahúsum,“ segir í skýrslunni. Hér að neða má sjá heildartekjur á ári í þúsundum króna eftir aldri árið 2021: Hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman milli ára Heildartekjur samanstanda af atvinnu-, fjármagns- og öðrum tekjum. Atvinnutekjur mynda stærstan hluta tekna flestra aldurshópa. Aðeins hjá 67 ára og eldri eru atvinnutekjur ekki meirihluti tekna, eða aðeins fjórtán prósent. Árið 2021 skiptust heildartekjur allra einstaklinga þannig að atvinnutekjur voru 68,2 prósent af heildartekjum, fjármagnstekjur 9,2 prósent og aðrar tekjur 22,6 prósent. Til annarra tekna teljast meðal annars lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun og aðrar bótagreiðslur. Hlutfall annarra tekna dróst saman á milli ára og skýrist það af því að hlutfall atvinnuleysisbóta dróst saman frá árinu 2020. „Árið 2020 hafði hins vegar summa tekna vegna atvinnuleysisbóta aukist verulega á milli ára, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta var þó eftir sem áður sögulega há árið 2021,“ segir í skýrslunni. Ítarlegt yfirlit yfir tekjur Íslendinga má lesa á vef Hagstofunnar hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira