Cameron Young leiðir en Tiger Woods fer hræðilega af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2022 15:53 Cameron Young hefur farið manna best af stað á The Open. Andrew Redington/Getty Images Opna breska meistaramótið í golfi, The Open, hófst í morgun og nú hafa allir kylfingar hafið leik. Cameron Young leiðir á átta höggum undir pari St. Andrews-vallarins eftir sinn fyrsta hring, en Tiger Woods hefur farið hörmulega af stað og er á fjórum höggum yfir pari eftir jafn margar holur. Þegar þetta er ritað hefur um helmingur kylfinga lokið leik á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. Cameron Young hefur leikið manna best eins og áður segir og er tveimur höggum á undan Íranum Rory McIlroy sem situr í öðru sæti. Cameron Young's -8 today is the lowest opening score in a player's first Open Championship round since 1934. pic.twitter.com/lIWsBrLaFU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 14, 2022 Þá hefur áhugamaðurinn Barclay Brown komið skemmtilega á óvart, en hann situr ásamt sex öðrum kylfingum í fjórða sæti á fjórum höggum undir pari. Paul Casey og Scottie Scheffler hafa einnig leikið á fjórum höggum undir pari, en eru þó aðein rétt rúmlega hálfnaðir með hringinn. Þá vekur athygli að Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, hefur átt sannkallaða martraðarbyrjun. Woods fékk tvöfaldan skolla á fyrstu braut, par á annarri og svo skolla á þriðju og fjórðu. Þessi fimmtánfaldi risameistari er því á fjórum höggum yfir pari eftir fjórar holur. It's not been the start Tiger Woods would have hoped for on day one.Listen to live radio commentary of #TheOpen on @BBCSounds 📲🏌️♂️#BBCGolf #TheOpen— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 14, 2022 Að lokum má einnig nefna að Ian Poulter situr sem stendur í tíunda sæti listans á þremur höggum undir pari. Poulter fékk óblíðar móttökur þegar hann mætti til leiks í morgun, enda ekki vinsæll eftir að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Poulter svaraði því þó með stæl þegar hann setti niður tæplega fimmtíu metra pútt fyrir erni á níundu holu og þakkaði vel fyrir sig. Over 160ft😳#The150thOpen pic.twitter.com/ZakuMSVB09— The Open (@TheOpen) July 14, 2022 Golf Opna breska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Þegar þetta er ritað hefur um helmingur kylfinga lokið leik á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. Cameron Young hefur leikið manna best eins og áður segir og er tveimur höggum á undan Íranum Rory McIlroy sem situr í öðru sæti. Cameron Young's -8 today is the lowest opening score in a player's first Open Championship round since 1934. pic.twitter.com/lIWsBrLaFU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 14, 2022 Þá hefur áhugamaðurinn Barclay Brown komið skemmtilega á óvart, en hann situr ásamt sex öðrum kylfingum í fjórða sæti á fjórum höggum undir pari. Paul Casey og Scottie Scheffler hafa einnig leikið á fjórum höggum undir pari, en eru þó aðein rétt rúmlega hálfnaðir með hringinn. Þá vekur athygli að Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, hefur átt sannkallaða martraðarbyrjun. Woods fékk tvöfaldan skolla á fyrstu braut, par á annarri og svo skolla á þriðju og fjórðu. Þessi fimmtánfaldi risameistari er því á fjórum höggum yfir pari eftir fjórar holur. It's not been the start Tiger Woods would have hoped for on day one.Listen to live radio commentary of #TheOpen on @BBCSounds 📲🏌️♂️#BBCGolf #TheOpen— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 14, 2022 Að lokum má einnig nefna að Ian Poulter situr sem stendur í tíunda sæti listans á þremur höggum undir pari. Poulter fékk óblíðar móttökur þegar hann mætti til leiks í morgun, enda ekki vinsæll eftir að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Poulter svaraði því þó með stæl þegar hann setti niður tæplega fimmtíu metra pútt fyrir erni á níundu holu og þakkaði vel fyrir sig. Over 160ft😳#The150thOpen pic.twitter.com/ZakuMSVB09— The Open (@TheOpen) July 14, 2022
Golf Opna breska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira