Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 17:05 Bókasafnið í Vinton er óstarfhæft eftir röð uppsagna hjá starfsfólki safnsins sem kennir áreitni bæjarbúa um. Vinton Public Library Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent