Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2022 12:10 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata í atvinnuveganefnd, segir engan vilja innan ríkisstjórnarinnar að breyta lögum um fiskveiði. Vísir/Vilhelm Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. Fréttastofa greindi frá því á þriðjudag að Samherji væri kominn með aðild að tuttugu prósentum allra veiðiheimilda í landinu en með endanlegum útreikningum Fiskistofu reynist hlutfallið enn hærra. Samherji, sem á rúman 33 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, á með þessu aðild að 25,07 prósentum heildarkvótans í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Stórútgerðin leiki sér að því að færa til hluti Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík, auk eigu á Bergi-Hugin hf. sem á 0,41 prósent heildarkvóta, á fyrirtækið 13,36 prósent af heildarveiðiheimildum í landinu. Í bráðabirgðatölum Fiskistofu sem gefnar voru út á þriðjudag kom fram að Síldarvinnslan ætti 11,62 prósent af öllum veiðiheimildum en samkvæmt nýju tölunum fer Síldarvinnslan yfir 12 prósenta kvótaþakið sem kveðið er á um í lögum. Síldarvinnslan hefur sex mánuði til að selja sig niður fyrir þakið. „Það er þannig í dag að þessi fyrirtæki eru að skauta sér fram hjá því að lenda á 12 prósent reglunni og það kom bara fram hjá forstjóra Síldarvinnslunnar um daginn þegar hann var spurður um þetta, þá sagði hann að þau væru að leika sér að færa hluti á milli til þess að halda sig innan við þetta rauða strik,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata í atvinnuveganefnd. „Svo þarf að breyta reglunum þannig að það sé horft á hvað sé ráðandi hlutur. Reglurnar í sjávarútvegi eru aðrar en í öðrum greinum og það má auðvitað alls ekki vera þannig að það sé einn aðili sem ráði yfir fjórðungi kvótans á Íslandi.“ Raunverulegir eigendur feli sig á markaðnum Ekki sé eðlilegt að í sjávarútvegi þurfi aðilar að eiga minnst helmingshlut í öðrum fyrirtækjum til að teljast tengdir aðilar, en í öðrum geirum er það hlutfall mun lægra. „Við hljótum að geta farið eftir sömu reglum og í öllum öðrum geirum og passa upp á það að allur auðurinn sé ekki að fara í hendur örfárra aðila, sem eru þeir sem eru meirihlutaeigendur í Samherja, Síldarvinnslunni og öðru. Það er reynt að fela sig á bak við það að fyrirtæki eins og Síldarvinnslan sé skráð á markað og þar séu fimm þúsund eigendur en ef þú skoðar hverjir eru raunverulegu eigendurnir fyrir stærstu hlutunum þá eru þeir bara örfáir,“ segir Gísli Rafn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar benti á það í samtali við fréttastofu í gær að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi sagt áhyggjur fólks af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar frétta af kaupunum vera óm af fortíðinni. Gísli tekur undir með Þorbjörgu að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins sem sé raunverulegur ómur fortíðar. „Ég held það sé frekar ómur af fortíðinni að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki taka á þessum málum, enda hefur það verið þannig að útgerðarfélögin, Samherji og fleiri, hafa stutt þeirra kosningabaráttu í gegn um árin eins og sjá má úr ársskýrslum þeirra á vef ríkisendurskoðunar,“ segir Gísli Rafn. Útgerðarmenn séu með stjórnmálamenn í vasanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti yfir áhyggjum af samþjöppun fyrr í vikunni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hefur á síðustu árum talað fyrir hækkun fiskveiðigjalda. Gísli segir að þrátt fyrir þennan vilja til breytinga, sem þau hafi lýst í orðum, sé enginn vilji til þeirra innan stjórnarheimilisins. „Innan stjórnarmeirihlutans er ekki meirihluti fyrir því að breyta neinu þarna. Það hefur sést í gegn um árin. Það hefur verið reynt að breyta einhverju í stjórnarskránni, breyta einhverju í fiskveiðilöggjöfinni og ekkert gerist enda raun þannig að þessir útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum,“ segir Gísli. Þannig að það er einhver spilling þarna heldurðu? „Kannski ekki spilling en þegar fyrirtæki eru að styðja við kosningabaráttu hjá flokkum og einstaklingum þá hlýtur það að hafa einhver áhrif á það hvort menn séu tilbúnir að breyta löggjöfinni á móti þeim aðilum sem hafa haldið uppi kosningabaráttunni.“ Smáútgerðin líði skort en stórútgerðin fari frjálsum höndum um auðlindina Hann segir þá skjóta skökku við að verið sé að þrengja að smáútgerðarmönnum þegar stórútgerðin fái að fara frjálsum höndum um auðlindina. „Á sama tíma og einn aðili er að fara að ráða yfir fjórðungi kvótans erum við að gera mjög miklar takmarkanir á því hvað strandveiðimenn mega veiða. Þar er verið að tala um að fara í að passa uppá það að einhver eigi ekki tvo báta á meðan stóru útgerðirnar fá að sleppa við að fá miklu meiri kvóta heldur en þeir eiga að mega eiga. Það er tekið á litlu aðilunum en aldrei þorað að taka á stóru aðilunum.“ Fréttastofa hefur ekki náð í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því á þriðjudag að Samherji væri kominn með aðild að tuttugu prósentum allra veiðiheimilda í landinu en með endanlegum útreikningum Fiskistofu reynist hlutfallið enn hærra. Samherji, sem á rúman 33 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, á með þessu aðild að 25,07 prósentum heildarkvótans í landinu. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Stórútgerðin leiki sér að því að færa til hluti Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík, auk eigu á Bergi-Hugin hf. sem á 0,41 prósent heildarkvóta, á fyrirtækið 13,36 prósent af heildarveiðiheimildum í landinu. Í bráðabirgðatölum Fiskistofu sem gefnar voru út á þriðjudag kom fram að Síldarvinnslan ætti 11,62 prósent af öllum veiðiheimildum en samkvæmt nýju tölunum fer Síldarvinnslan yfir 12 prósenta kvótaþakið sem kveðið er á um í lögum. Síldarvinnslan hefur sex mánuði til að selja sig niður fyrir þakið. „Það er þannig í dag að þessi fyrirtæki eru að skauta sér fram hjá því að lenda á 12 prósent reglunni og það kom bara fram hjá forstjóra Síldarvinnslunnar um daginn þegar hann var spurður um þetta, þá sagði hann að þau væru að leika sér að færa hluti á milli til þess að halda sig innan við þetta rauða strik,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata í atvinnuveganefnd. „Svo þarf að breyta reglunum þannig að það sé horft á hvað sé ráðandi hlutur. Reglurnar í sjávarútvegi eru aðrar en í öðrum greinum og það má auðvitað alls ekki vera þannig að það sé einn aðili sem ráði yfir fjórðungi kvótans á Íslandi.“ Raunverulegir eigendur feli sig á markaðnum Ekki sé eðlilegt að í sjávarútvegi þurfi aðilar að eiga minnst helmingshlut í öðrum fyrirtækjum til að teljast tengdir aðilar, en í öðrum geirum er það hlutfall mun lægra. „Við hljótum að geta farið eftir sömu reglum og í öllum öðrum geirum og passa upp á það að allur auðurinn sé ekki að fara í hendur örfárra aðila, sem eru þeir sem eru meirihlutaeigendur í Samherja, Síldarvinnslunni og öðru. Það er reynt að fela sig á bak við það að fyrirtæki eins og Síldarvinnslan sé skráð á markað og þar séu fimm þúsund eigendur en ef þú skoðar hverjir eru raunverulegu eigendurnir fyrir stærstu hlutunum þá eru þeir bara örfáir,“ segir Gísli Rafn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar benti á það í samtali við fréttastofu í gær að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi sagt áhyggjur fólks af samþjöppun í sjávarútvegi í kjölfar frétta af kaupunum vera óm af fortíðinni. Gísli tekur undir með Þorbjörgu að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins sem sé raunverulegur ómur fortíðar. „Ég held það sé frekar ómur af fortíðinni að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki taka á þessum málum, enda hefur það verið þannig að útgerðarfélögin, Samherji og fleiri, hafa stutt þeirra kosningabaráttu í gegn um árin eins og sjá má úr ársskýrslum þeirra á vef ríkisendurskoðunar,“ segir Gísli Rafn. Útgerðarmenn séu með stjórnmálamenn í vasanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti yfir áhyggjum af samþjöppun fyrr í vikunni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hefur á síðustu árum talað fyrir hækkun fiskveiðigjalda. Gísli segir að þrátt fyrir þennan vilja til breytinga, sem þau hafi lýst í orðum, sé enginn vilji til þeirra innan stjórnarheimilisins. „Innan stjórnarmeirihlutans er ekki meirihluti fyrir því að breyta neinu þarna. Það hefur sést í gegn um árin. Það hefur verið reynt að breyta einhverju í stjórnarskránni, breyta einhverju í fiskveiðilöggjöfinni og ekkert gerist enda raun þannig að þessir útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum,“ segir Gísli. Þannig að það er einhver spilling þarna heldurðu? „Kannski ekki spilling en þegar fyrirtæki eru að styðja við kosningabaráttu hjá flokkum og einstaklingum þá hlýtur það að hafa einhver áhrif á það hvort menn séu tilbúnir að breyta löggjöfinni á móti þeim aðilum sem hafa haldið uppi kosningabaráttunni.“ Smáútgerðin líði skort en stórútgerðin fari frjálsum höndum um auðlindina Hann segir þá skjóta skökku við að verið sé að þrengja að smáútgerðarmönnum þegar stórútgerðin fái að fara frjálsum höndum um auðlindina. „Á sama tíma og einn aðili er að fara að ráða yfir fjórðungi kvótans erum við að gera mjög miklar takmarkanir á því hvað strandveiðimenn mega veiða. Þar er verið að tala um að fara í að passa uppá það að einhver eigi ekki tvo báta á meðan stóru útgerðirnar fá að sleppa við að fá miklu meiri kvóta heldur en þeir eiga að mega eiga. Það er tekið á litlu aðilunum en aldrei þorað að taka á stóru aðilunum.“ Fréttastofa hefur ekki náð í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08