Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 20:00 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum og kynjafræðikennari. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“
„Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira