Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2022 19:31 Hagfræðingurinn Þórður Gunnarsson telur þá þróun, að smærri sjávarútvegsfyrirtæki sameinist þeim stærri, komna til að vera. Vísir/Arnar Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna Fréttastofa greindi frá því á þriðjudag að Samherji væri kominn með aðild að tuttugu prósentum allra veiðiheimilda í landinu en með endanlegum útreikningum Fiskistofu reynist hlutfallið enn hærra. Samherji, sem á rúman 33 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, á með þessu aðild að 25,07 prósentum heildarkvótans í landinu. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík, auk eigu á Bergi-Hugin hf., á fyrirtækið 13,36 prósent af heildarveiðiheimildum í landinu. Hagfræðingurinn Þórður Gunnarsson skrifaði í vikunni grein á Innherja þar sem hann benti á að heildarverð viðskiptanna nemi um 31 milljarði króna en hagnaður Vísis í fyrra var um 800 milljónir króna. Kaupverð hlutafjár sé því um 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. „Ef við horfum á hvernig markaðsverðið er á Brim og Síldarvinnslunni, sem eru skráð fyrirtæki, þar er þessi sami margfaldari fjórtán en hann er hærri í þessum viðskiptum af því að þar er töluvert mikið af aflaheimildum sem færast á milli fyrirtækjanna,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. „Þessi verðmiði, þetta heildarvirði viðskiptanna tekur bæði tillit til rekstrarvirðis Vísis og verðmætis aflaheimilda en auðvitað er það svo að þegar svona mikið magn af aflaheimildum skiptir um hendur í einu þá færðu auðvitað kannski ekki toppverð eins og oft tíðkast í viðskiptum.“ Ráðamenn þurfi að velja veiðigjöld eða fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi Á næstu árum muni fleiri smærri og meðalstór útgerðarfélög sameinast þeim stærri. „Ég held það sé mjög líklegt að við munum sjá fleiri svona samruna í sjávarútvegi á næstu árum. Það er einkum og sér í lagi vegna þess að smá og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi þau eiga mjög erfitt með að standa undir þessu veiðigjaldi,“ segir Þórður. „Það eru bara þessi allra stærstu fyrirtæki sem geta borgað þetta með góðu móti. Þeir sem tala mikið um veiðigjöldin þeir verða að taka ákvörðun: Hvort vilja þeir hafa veiðigjöld eða fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi um allt land af því að þetta tvennt getur sennilega ekki farið saman.“ Segir veiðigjöldin ekki mikilvægan tekjustofn fyrir ríkið Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata benti á það í samtali við fréttastofu fyrr í dag að veiðigjöldin dygðu ekki til að reka þær stofnanir sem halda utan um sjávarútveginn. „Það eru bara örfá ár síðan veiðigjaldið var lækkað og það er orðið þannig núna að veiðigjaldið stendur ekki undir því að borga fyrir Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun og Landhelgisgæsluna, sem eru eftirlitsaðilarnir með veiðunum. Þjóðin er að borga með þegar kemur að því að tryggja að þetta eftirlit sé til staðar,“ sagði Gísli Rafn. Þórður bendir á að veiðigjöldin séu á heildarmyndina litið frekar nýlegt fyrirbæri. „Veiðigjöldin eru bara búin að vera við lýði í einhver tíu, tólf ár. Þetta er svo sem ekki mikilvægur tekjustofn fyrir ríkið. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess hverju veiðigjöldin geta staðið undir ég vil bara benda á það að þau hafa mjög þungbær áhrif á rekstur smærri og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja og þess vegna erum við að sjá þessa þróun sem er í gangi núna og mun að öllum líkindum halda áfram,“ segir Þórður. Mikil hagræðing hafi verið í greininni á undanförnum árum sem haldi áfram núna. „Veiðigjaldið hefur heldur betur flýtt fyrir hagræðingunni en þessi stóru félög sem eru eftir núna eru út um allt land. Það er öflugur sjávarútvegur á Vestfjörðum, á Austurlandi, fyrir norðan, suðvesturhorninu og Suðausturlandi líka. Það getur vel verið að þessar örútgerðir renni inn í þessar stóru en það er af þeim ástæðum sem ég nefndi áðan.“ Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því á þriðjudag að Samherji væri kominn með aðild að tuttugu prósentum allra veiðiheimilda í landinu en með endanlegum útreikningum Fiskistofu reynist hlutfallið enn hærra. Samherji, sem á rúman 33 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, á með þessu aðild að 25,07 prósentum heildarkvótans í landinu. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík, auk eigu á Bergi-Hugin hf., á fyrirtækið 13,36 prósent af heildarveiðiheimildum í landinu. Hagfræðingurinn Þórður Gunnarsson skrifaði í vikunni grein á Innherja þar sem hann benti á að heildarverð viðskiptanna nemi um 31 milljarði króna en hagnaður Vísis í fyrra var um 800 milljónir króna. Kaupverð hlutafjár sé því um 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. „Ef við horfum á hvernig markaðsverðið er á Brim og Síldarvinnslunni, sem eru skráð fyrirtæki, þar er þessi sami margfaldari fjórtán en hann er hærri í þessum viðskiptum af því að þar er töluvert mikið af aflaheimildum sem færast á milli fyrirtækjanna,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. „Þessi verðmiði, þetta heildarvirði viðskiptanna tekur bæði tillit til rekstrarvirðis Vísis og verðmætis aflaheimilda en auðvitað er það svo að þegar svona mikið magn af aflaheimildum skiptir um hendur í einu þá færðu auðvitað kannski ekki toppverð eins og oft tíðkast í viðskiptum.“ Ráðamenn þurfi að velja veiðigjöld eða fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi Á næstu árum muni fleiri smærri og meðalstór útgerðarfélög sameinast þeim stærri. „Ég held það sé mjög líklegt að við munum sjá fleiri svona samruna í sjávarútvegi á næstu árum. Það er einkum og sér í lagi vegna þess að smá og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi þau eiga mjög erfitt með að standa undir þessu veiðigjaldi,“ segir Þórður. „Það eru bara þessi allra stærstu fyrirtæki sem geta borgað þetta með góðu móti. Þeir sem tala mikið um veiðigjöldin þeir verða að taka ákvörðun: Hvort vilja þeir hafa veiðigjöld eða fjölbreytt fyrirtæki í sjávarútvegi um allt land af því að þetta tvennt getur sennilega ekki farið saman.“ Segir veiðigjöldin ekki mikilvægan tekjustofn fyrir ríkið Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata benti á það í samtali við fréttastofu fyrr í dag að veiðigjöldin dygðu ekki til að reka þær stofnanir sem halda utan um sjávarútveginn. „Það eru bara örfá ár síðan veiðigjaldið var lækkað og það er orðið þannig núna að veiðigjaldið stendur ekki undir því að borga fyrir Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnun og Landhelgisgæsluna, sem eru eftirlitsaðilarnir með veiðunum. Þjóðin er að borga með þegar kemur að því að tryggja að þetta eftirlit sé til staðar,“ sagði Gísli Rafn. Þórður bendir á að veiðigjöldin séu á heildarmyndina litið frekar nýlegt fyrirbæri. „Veiðigjöldin eru bara búin að vera við lýði í einhver tíu, tólf ár. Þetta er svo sem ekki mikilvægur tekjustofn fyrir ríkið. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess hverju veiðigjöldin geta staðið undir ég vil bara benda á það að þau hafa mjög þungbær áhrif á rekstur smærri og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja og þess vegna erum við að sjá þessa þróun sem er í gangi núna og mun að öllum líkindum halda áfram,“ segir Þórður. Mikil hagræðing hafi verið í greininni á undanförnum árum sem haldi áfram núna. „Veiðigjaldið hefur heldur betur flýtt fyrir hagræðingunni en þessi stóru félög sem eru eftir núna eru út um allt land. Það er öflugur sjávarútvegur á Vestfjörðum, á Austurlandi, fyrir norðan, suðvesturhorninu og Suðausturlandi líka. Það getur vel verið að þessar örútgerðir renni inn í þessar stóru en það er af þeim ástæðum sem ég nefndi áðan.“
Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. 13. júlí 2022 19:08