Smith leiðir Opna breska eftir dag tvö Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 23:00 Cameron Smith átti frábæran hring í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Patrick Smith/Getty Images Ástralinn Cameron Smith er í fyrsta sæti á Opna breska mótinu í golfi eftir annan hring mótsins. Mótið stendur yfir frá 14. til 17. júlí. Smith fylgdi eftir öflugri frammistöðu sinni á fyrsta degi mótsins sem hann fór á fimm höggum undir pari með því að klára dag tvö á átta höggum undir pari sem gerir að verkum að hann leiðir Opna breska á samtals 13 höggum undir pari. Smith náði alls sex fuglum og einum erni í dag. A special round of golf from our leader 👏Watch the best of Cam Smith's stunning 64 on Friday at #The150thOpen 👇 pic.twitter.com/JC3sBrctZQ— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Það er spennandi að leiða Opna breska eftir fyrstu tvö dagana,“ sagði Smith eftir daginn í dag áður en hann bætti við. „Upplifunin á morgun á eftir að vera góð þar sem það eru fullt af Áströlum í áhorfendahópnum að fylgjast með. Ég er búinn að fá góðan stuðning fyrstu tvo dagana og get ekki beðið eftir næstu tveimur.“ Næstur á eftir Smith er hinn bandaríski Cameron Young sem er að keppa á sínu fyrsta á Opna breska. Young er tveimur höggum á eftir Smith, alls á 11 höggum undir pari. „Ég er frekar til í að vera í öðru sæti en tíunda. Maður verður samt að spila gott golf yfir helgina hvort sem er, það er samt gott að vera meðal efstu manna,“ sagði Young við CBS. Í þriðja sæti eru Norður-Írinn Rory McIlroy, sem margir töldu sigurstranglegastan fyrir mótið, ásamt hinum 24 ára gamla Viktor Hovland frá Noregi. Hinn ungi Hovland hefur verið að vekja verðskuldaða athygli á fyrstu tveimur dögum mótsins. A piece of Hovland magic 🪄#The150thOpen pic.twitter.com/FKUXBmFaCW— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Dustin Johnson er í fimmta sæti á samtals níu höggum undir pari og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er í sjötta sæti ásamt Tyrell Hatton. Báðir eru þeir á átta höggum undir pari. Það voru þó nokkrir stórkylfingar sem náðu ekki að forðast niðurskurðinn í dag. Tiger Woods, Brooks Koepka, Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem hafa lokið leik á Opna breska meistaramótinu. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Ok Twitter, who's making the biggest move tomorrow? ⬆️ #The150thOpen #NTTDATAWall #NTTDATA #drivingdatafurther pic.twitter.com/C3wEQPS0HK— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Opna breska meistaramótið heldur áfram klukkan 09.00 í fyrramálið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf Opna breska Tengdar fréttir Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Smith fylgdi eftir öflugri frammistöðu sinni á fyrsta degi mótsins sem hann fór á fimm höggum undir pari með því að klára dag tvö á átta höggum undir pari sem gerir að verkum að hann leiðir Opna breska á samtals 13 höggum undir pari. Smith náði alls sex fuglum og einum erni í dag. A special round of golf from our leader 👏Watch the best of Cam Smith's stunning 64 on Friday at #The150thOpen 👇 pic.twitter.com/JC3sBrctZQ— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Það er spennandi að leiða Opna breska eftir fyrstu tvö dagana,“ sagði Smith eftir daginn í dag áður en hann bætti við. „Upplifunin á morgun á eftir að vera góð þar sem það eru fullt af Áströlum í áhorfendahópnum að fylgjast með. Ég er búinn að fá góðan stuðning fyrstu tvo dagana og get ekki beðið eftir næstu tveimur.“ Næstur á eftir Smith er hinn bandaríski Cameron Young sem er að keppa á sínu fyrsta á Opna breska. Young er tveimur höggum á eftir Smith, alls á 11 höggum undir pari. „Ég er frekar til í að vera í öðru sæti en tíunda. Maður verður samt að spila gott golf yfir helgina hvort sem er, það er samt gott að vera meðal efstu manna,“ sagði Young við CBS. Í þriðja sæti eru Norður-Írinn Rory McIlroy, sem margir töldu sigurstranglegastan fyrir mótið, ásamt hinum 24 ára gamla Viktor Hovland frá Noregi. Hinn ungi Hovland hefur verið að vekja verðskuldaða athygli á fyrstu tveimur dögum mótsins. A piece of Hovland magic 🪄#The150thOpen pic.twitter.com/FKUXBmFaCW— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Dustin Johnson er í fimmta sæti á samtals níu höggum undir pari og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er í sjötta sæti ásamt Tyrell Hatton. Báðir eru þeir á átta höggum undir pari. Það voru þó nokkrir stórkylfingar sem náðu ekki að forðast niðurskurðinn í dag. Tiger Woods, Brooks Koepka, Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem hafa lokið leik á Opna breska meistaramótinu. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Ok Twitter, who's making the biggest move tomorrow? ⬆️ #The150thOpen #NTTDATAWall #NTTDATA #drivingdatafurther pic.twitter.com/C3wEQPS0HK— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Opna breska meistaramótið heldur áfram klukkan 09.00 í fyrramálið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf
Opna breska Tengdar fréttir Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15