„Við bjuggumst aldrei við þessu“ Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 08:00 Brynja Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, sést hér á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Vísir/Vilhelm Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við Brynju Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, á stuðningsmannsvæði Íslands í Englandi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57
Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32
Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30
Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31