Fjórtán létust í þyrluslysi þegar eiturlyfjabarón var handtekinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 15:14 Handtaka Rafael Caro Quintero reyndist dýrkeypt fyrir mexíkóska sjóherinn. AP/Guillermo Juarez Fjórtán hermenn mexíkóska sjóhersins létust þegar þyrla hrapaði til jarðar í kjölfar handtöku á eiturlyfjabaróninum Rafael Caro Quintero á föstudag. Hinn alræmdi Quintero hefur verið á lista FBI yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims síðan 2018. Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar. Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar.
Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34