Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Ungt fólk að skemmta sér á Plaza del Sol í Barcelona. Thiago Prudencio/GettyImages Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira