Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 09:00 Þorsteinn Halldórsson er ekki yfirlýsingaglaður fyrir leiki en boðar eitthvað nýtt í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér. Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira