Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 09:00 Þorsteinn Halldórsson er ekki yfirlýsingaglaður fyrir leiki en boðar eitthvað nýtt í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér. Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira