Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 09:00 Þorsteinn Halldórsson er ekki yfirlýsingaglaður fyrir leiki en boðar eitthvað nýtt í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér. Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn