Fúll vegna spurningar blaðamanns: „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 15:00 Cameron Smith með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Getty/Stuart Franklin Ástralinn Cameron Smith var að mestu kampakátur, eins og gefur að skilja, eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Ein spurninganna á blaðamannafundi fór þó augljóslega í taugarnar á honum. Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith. Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith.
Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira