Sagðist saklaus af hatursglæpum Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 17:02 Payton Gendron í dómsal í maí. Getty/Scott Olson Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. Gendron var færður fyrir alríkisdómstól í dag en þar stendur hann frammi fyrir 27 ákærðum sem varða meðal annars hatursglæpi og hryðjuverk. Saksóknarar halda því fram að hann hafi skipulagt ódæðið vel og hafi markvisst myrt eldra og berskjaldað fólk. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York-ríki. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Hann streymdi frá árásinni á netinu en áður en starfsmenn streymisveitunnar Twitch slitu á útsendinguna mátti sjá hann stöðva bíl sinn fyrir utan matvöruverslun í Buffalo og hefja skothríðina. Því næst fór hann þar inn og elti uppi fólk og skaut það til bana. Áður en útsendingin var stöðvuð mátti sjá hvítan mann verða á vegi Gendrons, en þegar maðurinn kallaði á hjálp baðst árásarmaðurinn afsökunar og hlífði honum. Auk þeirra tíu sem dóu, særðust þrír í árásinni en Gendron gafst upp þegar lögregluþjóna bar að garði. AP fréttaveitan segir að enn sé verið að skoða hvort krefjast eigi dauðadóms í málinu. Auk þess að vera með hálfsjálfvirkan Bushmaster XM-15 riffil, var Gendron einnig með hlaðna haglabyssu, hefðbundin riffil og skotfæri í bílnum. Saksóknarar segja Gendron vera rasískan öfgamann og hann hafi ítrekað lýst skoðunum í takt við það á netinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18. júlí 2022 11:11 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15. júní 2022 17:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Gendron var færður fyrir alríkisdómstól í dag en þar stendur hann frammi fyrir 27 ákærðum sem varða meðal annars hatursglæpi og hryðjuverk. Saksóknarar halda því fram að hann hafi skipulagt ódæðið vel og hafi markvisst myrt eldra og berskjaldað fólk. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York-ríki. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Hann streymdi frá árásinni á netinu en áður en starfsmenn streymisveitunnar Twitch slitu á útsendinguna mátti sjá hann stöðva bíl sinn fyrir utan matvöruverslun í Buffalo og hefja skothríðina. Því næst fór hann þar inn og elti uppi fólk og skaut það til bana. Áður en útsendingin var stöðvuð mátti sjá hvítan mann verða á vegi Gendrons, en þegar maðurinn kallaði á hjálp baðst árásarmaðurinn afsökunar og hlífði honum. Auk þeirra tíu sem dóu, særðust þrír í árásinni en Gendron gafst upp þegar lögregluþjóna bar að garði. AP fréttaveitan segir að enn sé verið að skoða hvort krefjast eigi dauðadóms í málinu. Auk þess að vera með hálfsjálfvirkan Bushmaster XM-15 riffil, var Gendron einnig með hlaðna haglabyssu, hefðbundin riffil og skotfæri í bílnum. Saksóknarar segja Gendron vera rasískan öfgamann og hann hafi ítrekað lýst skoðunum í takt við það á netinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18. júlí 2022 11:11 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15. júní 2022 17:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18. júlí 2022 11:11
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15. júní 2022 17:54