Laxeldið á Austfjörðum á fullu í uppbyggingu eftir sjúkdómsáfall Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2022 22:44 Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða. Sigurjón Ólason Laxeldið á Austfjörðum er að ná vopnum sínum á ný eftir alvarlegan veirusjúkdóm sem stöðvar alla landvinnslu á Djúpavogi. Byrjað er að setja út fisk að nýju í eldiskvíar og búið að kaupa tvo öfluga fóðurpramma. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrirtækin Laxar fiskeldi og Fiskeldi Austfjarða voru í lokaferli sameiningar í fyrra þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist. Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri sameinaðs félags, segir það hafa verið mikið áfall en þó tímabundið. Núna sé unnið að því að hreinsa stöðvarnar en svo fari nýr fiskur í kvíarnar. Laxeldiskvíar í Berufirði.Vilhelm Gunnarsson „Núna erum við að setja fisk í Fáskrúðsfjörð og við munum aftur setja fisk í Reyðarfjörð núna í haust. Þannig að við erum að fara að halda áfram á fullum hreyfli. En það er bara þannig að í nokkra mánuði mun vinnsla falla niður í Búlandstindi að mestu leyti meðan við erum að byggja upp lífmassann aftur,“ segir Jens Garðar. Yfir tvöhundruð manns starfa við laxeldið, flestir í vinnslunni á Djúpavogi. Engum verður þó sagt upp vegna áfallsins. „Við ætlum bara að standa með fólkinu okkar og finna því önnur verkefni. Og það verður nóg að gera. Það verður þörf fyrir allar hendur á dekk.“ Jens segir aldrei hægt að útiloka að svona sjúkdómur komi upp aftur en reynt verði að lágmarka hættuna með því að setja upp nánast eldveggi á milli svæða. „Þannig að ef þetta kemur upp á afmörkuðum stað þá eru nánast allar líkur á því að það verði bara þar en muni ekki dreifast um allt.“ Nýir fóðurprammar við bryggju á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Og miðað við fóðurprammana tvo, sem komu til Reyðarfjarðar á dögunum, nýsmíðaðir frá Víetnam, er ekki að sjá neinn bilbug á fiskeldismönnum. Jens Garðar segir prammana sérútbúna fyrir mikla ölduhæð, allt að tólf metra, þótt slík ölduhæð sjáist þó aldrei inni á fjörðunum. Fjárfestingin er veruleg. „Þetta slagar hátt í milljarð, hingað komið, þessir tveir, sem náttúrlega bara sýnir bæði uppbygginguna hjá okkur og kraftinn í samfélaginu hérna líka. Það er mikill kraftur í samfélaginu, mikil fjárfesting og mikil uppbygging. Vöntun á fólki, vöntun á húsnæði. Þannig að þetta eru jákvæð viðfangsefni,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Fjarðabyggð Múlaþing Lax Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Staðfesta grun um blóðþorra í Berufirði ISA-veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Grunur um tilvist veirunnar í firðinum vaknaði í lok maí. 2. júní 2022 14:56 Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. 29. apríl 2022 11:38 Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrirtækin Laxar fiskeldi og Fiskeldi Austfjarða voru í lokaferli sameiningar í fyrra þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist. Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri sameinaðs félags, segir það hafa verið mikið áfall en þó tímabundið. Núna sé unnið að því að hreinsa stöðvarnar en svo fari nýr fiskur í kvíarnar. Laxeldiskvíar í Berufirði.Vilhelm Gunnarsson „Núna erum við að setja fisk í Fáskrúðsfjörð og við munum aftur setja fisk í Reyðarfjörð núna í haust. Þannig að við erum að fara að halda áfram á fullum hreyfli. En það er bara þannig að í nokkra mánuði mun vinnsla falla niður í Búlandstindi að mestu leyti meðan við erum að byggja upp lífmassann aftur,“ segir Jens Garðar. Yfir tvöhundruð manns starfa við laxeldið, flestir í vinnslunni á Djúpavogi. Engum verður þó sagt upp vegna áfallsins. „Við ætlum bara að standa með fólkinu okkar og finna því önnur verkefni. Og það verður nóg að gera. Það verður þörf fyrir allar hendur á dekk.“ Jens segir aldrei hægt að útiloka að svona sjúkdómur komi upp aftur en reynt verði að lágmarka hættuna með því að setja upp nánast eldveggi á milli svæða. „Þannig að ef þetta kemur upp á afmörkuðum stað þá eru nánast allar líkur á því að það verði bara þar en muni ekki dreifast um allt.“ Nýir fóðurprammar við bryggju á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Og miðað við fóðurprammana tvo, sem komu til Reyðarfjarðar á dögunum, nýsmíðaðir frá Víetnam, er ekki að sjá neinn bilbug á fiskeldismönnum. Jens Garðar segir prammana sérútbúna fyrir mikla ölduhæð, allt að tólf metra, þótt slík ölduhæð sjáist þó aldrei inni á fjörðunum. Fjárfestingin er veruleg. „Þetta slagar hátt í milljarð, hingað komið, þessir tveir, sem náttúrlega bara sýnir bæði uppbygginguna hjá okkur og kraftinn í samfélaginu hérna líka. Það er mikill kraftur í samfélaginu, mikil fjárfesting og mikil uppbygging. Vöntun á fólki, vöntun á húsnæði. Þannig að þetta eru jákvæð viðfangsefni,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Laxa fiskeldis og Fiskeldis Austfjarða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Fjarðabyggð Múlaþing Lax Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Staðfesta grun um blóðþorra í Berufirði ISA-veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Grunur um tilvist veirunnar í firðinum vaknaði í lok maí. 2. júní 2022 14:56 Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. 29. apríl 2022 11:38 Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Staðfesta grun um blóðþorra í Berufirði ISA-veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Grunur um tilvist veirunnar í firðinum vaknaði í lok maí. 2. júní 2022 14:56
Þurfa að tæma innanverðan Reyðarfjörð af laxi vegna blóðþorrans Laxar Fiskeldi í samvinnu við Matvælastofnun hafa virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía í innanverðum Reyðarfirði eftir að blóðþorri (ISA-veira) greindist í einum eldislaxi í kví félagsins. 29. apríl 2022 11:38
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18. september 2021 22:50
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30