Fótbolti

Gylfi Þór mætti aftur á leik Ís­lands: Knúsaði og kyssti frænku sína

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór knúsar frænku sínu, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Gylfi Þór knúsar frænku sínu, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Vísir/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á leik íslenska kvennalandsliðsins til að styðja við bakið á liðinu og þá sérstaklega frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Farbann Gylfa Þórs er útrunnið og lögreglan í Manchester vill ekki gefa upp hvað gerist næst.

Gylfi Þór sást fyrst á leik Íslands og Ítalíu á dögunum en þá hafði hann ekki sést opinberlega í rúmt ár en á svipuðum tíma á síðasta ári var hann handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Lögreglan í Manchester ætlar ekki að tjá sig frekar um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrr en hann verður ákærður eða laus allra mála. Farbann Gylfa rann út á laugardaginn en ekki hafa fengist svör um hvort það hafi verið eða verði yfir höfuð framlengt.

Gylfi Þór var mættur til Rotherham í kvöld þar sem hann studdi við bakið á stelpunum okkar, áritaði skó og knúsaði frænku sína. 

Hinn 32 ára gamli Gylfi Þór hefur ekki leikið knattspyrnu síðan hann var handtekinn á síðasta ári. Hann á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Samningur hans við enska knattspyrnufélagið Everton rann út nýverið.

Gylfi Þór áritar skó.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×