Englendingar og Svíar enn líklegastir til sigurs en Þjóðverjar banka á dyrnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:31 Þær ensku teljast líklegastar til sigurs á EM á heimavelli. Harriet Lander/Getty Images Nú þegar riðlakeppninni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er lokið og liðin safna kröftum fyrir átta liða úrslitin sem hefjast á morgun gefst tími til að kíkja stuttlega yfir það hvaða þjóðir teljast líklegastar til sigurs á mótinu. Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1% EM 2022 í Englandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
EM 2022 í Englandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira