Englendingar og Svíar enn líklegastir til sigurs en Þjóðverjar banka á dyrnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:31 Þær ensku teljast líklegastar til sigurs á EM á heimavelli. Harriet Lander/Getty Images Nú þegar riðlakeppninni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er lokið og liðin safna kröftum fyrir átta liða úrslitin sem hefjast á morgun gefst tími til að kíkja stuttlega yfir það hvaða þjóðir teljast líklegastar til sigurs á mótinu. Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1% EM 2022 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira
Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
EM 2022 í Englandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira