Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júlí 2022 11:17 Lína með gleraugu Moxen og skjáskot af vefsíðu AliExpress af svipuðum gleraugum. Skjáskot/Vísir Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vance á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Sjá meira
Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vance á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Sjá meira