FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 19:00 Bandaríkin voru heimsmeistarar árið 2019. Getty Images Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn