Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 20:31 Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í loftslagsráði og sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum. Aðsent Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“ Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“
Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira