Sjáðu markið: Þrumufleygur Stanway leyfir Englandi að dreyma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:01 Georgia Stanway lætur vaða og tryggði Englandi með því sæti í undanúrslitum EM. EPA-EFE/Vince Mignott Georgia Stanway reyndist hetja Englands er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri á Spáni í framlengdum leik. Mark Stanway var einkar glæsilegt. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45