Draghi segir af sér embætti í kjölfar þess að tilraun hans til þess að halda saman breiðfylkingu á ítalska þinginu misheppnaðist. Nánar tiltekið neituðu þrír lykilflokkar að styðja Draghi með traustsyfirlýsingu sem hefði greitt veginn fyrir nýjum kosningum í september.
Fyrrverandi forstjóri Seðlabanka Evrópu hafði áður gert tilraun til þess að halda lífi í ríkisstjórn Draghis með því skilyrði að ríkisstjórnin treysti böndin til að vinna að ýmsum þörfum umbótum í landinu. Það gekk ekki og nú hefur Draghi formlega skilað afsagnarbréfi til forsetans Sergio Mattarella.