Af hverju Fjarðarheiðargöng? Hildur Þórisdóttir skrifar 21. júlí 2022 18:00 Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Fjarðabyggð Byggðamál Alþingi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun