Á brattann að sækja en Hjartagarðurinn sé ekki misheppnaður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 23:00 Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ósammála borgarfulltrúa um að torgið sé misheppnað, eftir þær breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Svæðið sé ekki jafn laust við mannlíf og fólk tali oft um. Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“ Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Hjartagarðurinn liggur á milli Hverfisgötu og Laugavegs annars vegar, og Klapparstígs og Smiðjustígs hins vegar. Fyrir tæpum áratug var tekin ákvörðun um að breyta garðinum, en þar hafði öflugt grasrótarstarf lista og menningar blómstrað, svo gott sem sjálfsprottið. Í samtali við Vísi sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi að Hjartagarðurinn væri misheppnaður að því leyti að ekki hefði tekist að kveikja mikið líf á svæðinu. Hjálmar nefnir sérstaklega að Óðinstorg og Káratorg hafi heppnast betur en Hjartagarðurinn, eða Hjartatorg eins og það er einnig kallað, með tilliti til aðsóknar borgarbúa, gesta og gangandi. Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ekki endilega sammála því að torgið sé misheppnað. Ásdís Þula Þorláksdóttir, sem rekur listgallerí við torgið, segir til að mynda að fjöldi fólks sæki torgið þegar veður er gott, líkt og með önnur torg borgarinnar. Eigandi verslunar við torgið tekur í sama streng. „Ég er ekki sammála því að torgið hafi misheppnast en vissulega hefur verið á brattann að sækja að efla mannlífið hérna inni á torginu,“ segir Ásmundur Jónsson, einn eigenda plötuverslunarinnar Smekkleysu, sem er til húsa í Hjartagarðinum. Ásmundur nefnir að þegar blásið hafi verið til skipulagðra viðburða á torginu hafi það gengið vel. Ásmundur Jónsson er einn eigenda Smekkleysu. „Þetta er bara spurningin um að kveikja þetta líf, að fólk fari að setja það inn á radarinn að þetta sé áhugaverður staður að dvelja á.“ Búast megi við miklu lífi á torginu á næstunni. „Til dæmis verða tónleikar hér um helgina, sem byrja annað kvöld, og síðan frá klukkan tvö á laugardeginum. Það munu vera viðburðir svo dögum skipta núna á næstu þremur, fjórum vikum.“
Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Borgarstjórn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira