Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júlí 2022 22:41 Helgi tjáir sig um kvöldfrétt Stöðvar 2 á Facebook. Vísir/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld birtist viðtal við Helga Þorsteinsson Silva lögmann sem segir stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum um hæli. Að hans mati virðist stjórnvöld ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sæki um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga. Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson deilir fréttinni í færslu á Facebook og skrifar, „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan en Helgi hefur nokkrum sinnum verið gagnrýndur fyrir orðalag sitt varðandi hin ýmsu samfélagsmál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gagnrýndi Helga fyrir hegðun sína á samfélagmiðlum þegar hann setti „like“ við umdeilda færslu á Facebook og deildi henni einnig. Áslaug sagði embættismenn ekki mega rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Í umfjöllun Stundarinnar um skrif Helga á samfélagsmiðlum kemur fram að hann hafi ítrekað kvartað undan „innflytjendum, múslimum og hælisleitendum.“ Skjáskot af Facebook færslu Helga. Hinsegin Hælisleitendur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld birtist viðtal við Helga Þorsteinsson Silva lögmann sem segir stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum um hæli. Að hans mati virðist stjórnvöld ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sæki um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga. Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson deilir fréttinni í færslu á Facebook og skrifar, „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan en Helgi hefur nokkrum sinnum verið gagnrýndur fyrir orðalag sitt varðandi hin ýmsu samfélagsmál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gagnrýndi Helga fyrir hegðun sína á samfélagmiðlum þegar hann setti „like“ við umdeilda færslu á Facebook og deildi henni einnig. Áslaug sagði embættismenn ekki mega rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Í umfjöllun Stundarinnar um skrif Helga á samfélagsmiðlum kemur fram að hann hafi ítrekað kvartað undan „innflytjendum, múslimum og hælisleitendum.“ Skjáskot af Facebook færslu Helga.
Hinsegin Hælisleitendur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira