Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2022 21:05 Kristinn Kristmundsson eða Kiddi vídeófluga eins og hann er oftast kallaður við sjálfsalann sinn, sem slegið hefur í gegn hjá ferðamönnum í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. Sjálfsalinn er á svo kölluðum Bóndastaðahálsi skammt frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða Þingá. Sjálfsalinn notar sólarorku og rekur sig að mestu leyti sjálfur, Kiddi þarf jú að fylla á hann reglulega og sjá um fjármálin. „Já, já, þetta gengur vel miðað við svona litið kríli þá myndi ég segja að þetta gangi ljómandi vel já en þetta er meira gert til gamans og að hafa gaman af því að tala við fólk,“ segir Kiddi en hann heitir fullu nafni Kristinn Kristmundsson. Það eru miðar út um allt í sjálfsalanum og búið að skrifa heilmikið á panilinn. „Þetta eru bara skilaboð, sem viðskiptavinirnir alls staðar af í heiminum eru að setja hérna upp, bæði þakklætis skilaboð, reyndar er ég ekki góður í mörgum tungumálum en ég á gott fólk, sem hefur sagt mér að hér séu falleg orð mæld á þessum miðum,“ segir Kiddi. Kiddi er mjög vinsæll og skemmtilegur, ný orðinn 68 ára og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hann stofnaði vídeóleiguna Vídeóflugan á sínum tíma og smíðaði líkkistur í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsalinn er að sjálfsögðu opinn allan sólarhringinnMagnús Hlynur Hreiðarsson „Maður reynir sitt besta og reynir að standa sig í því, sem maður er að gera og það hefur stundum verið sagt um mig að það sem ég tek að mér reyni ég að passa vel og láta ganga, þannig að annað hvort er ég í því eða ekki,“ segir Kiddi enn fremur og er fljótur að bæta við. „Mér finnst bara gaman að segja þjóðinni það að það er yndislegt og dásamlegt að vera svona þekktur að því að ég veit ekki til þess að ég hafi gert neinn skapaðan hlut af mér og þarf ekki að skammast mín fyrir neitt og hef reynt að standa mig í því, sem ég tek að mér.“ Kiddi er mjög hress, jákvæður og skemmtilegur maður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sjálfsalinn er á svo kölluðum Bóndastaðahálsi skammt frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða Þingá. Sjálfsalinn notar sólarorku og rekur sig að mestu leyti sjálfur, Kiddi þarf jú að fylla á hann reglulega og sjá um fjármálin. „Já, já, þetta gengur vel miðað við svona litið kríli þá myndi ég segja að þetta gangi ljómandi vel já en þetta er meira gert til gamans og að hafa gaman af því að tala við fólk,“ segir Kiddi en hann heitir fullu nafni Kristinn Kristmundsson. Það eru miðar út um allt í sjálfsalanum og búið að skrifa heilmikið á panilinn. „Þetta eru bara skilaboð, sem viðskiptavinirnir alls staðar af í heiminum eru að setja hérna upp, bæði þakklætis skilaboð, reyndar er ég ekki góður í mörgum tungumálum en ég á gott fólk, sem hefur sagt mér að hér séu falleg orð mæld á þessum miðum,“ segir Kiddi. Kiddi er mjög vinsæll og skemmtilegur, ný orðinn 68 ára og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hann stofnaði vídeóleiguna Vídeóflugan á sínum tíma og smíðaði líkkistur í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsalinn er að sjálfsögðu opinn allan sólarhringinnMagnús Hlynur Hreiðarsson „Maður reynir sitt besta og reynir að standa sig í því, sem maður er að gera og það hefur stundum verið sagt um mig að það sem ég tek að mér reyni ég að passa vel og láta ganga, þannig að annað hvort er ég í því eða ekki,“ segir Kiddi enn fremur og er fljótur að bæta við. „Mér finnst bara gaman að segja þjóðinni það að það er yndislegt og dásamlegt að vera svona þekktur að því að ég veit ekki til þess að ég hafi gert neinn skapaðan hlut af mér og þarf ekki að skammast mín fyrir neitt og hef reynt að standa mig í því, sem ég tek að mér.“ Kiddi er mjög hress, jákvæður og skemmtilegur maður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira