Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 20:07 Það er hvítt haf á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi þessa stundina. Aðsend Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt. Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt.
Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira