„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2022 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn FH í kvöld Vísir/Vilhelm FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. „Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira