Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:43 Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana við Yosemite. AP/Ethan Swope Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. „Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur hjá okkur, eldarnir dreifðu lítið úr sér. Þyrlur helltu meira en 1.130.000 lítrum af vatni á eldana,“ sagði í tilkynningu frá Slökkviliði Kaliforníu í gærkvöldi. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur hvað varðaði reyk frá eldunum en reykurinn barst um 322 kílómetra norðvestur af þjóðgarðinum, alla leið til Lake Tahoe, hluta Nevada og San Francisco svæðisins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna.AP Photo/Noah Berge Meira en 2.500 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana, með hjálp úr lofti. Eldarnir, sem fengið hafa heitið Eikareldar (e. Oak Fire), kviknuðu á föstudaginn suðvestur af þjóðagarðinum nærri bænum Midpines í Mariposa sýslu. Vegna mikilla þurrka hafa eldarnir náð að dreifa verulega úr sér og erfitt hefur reynst að slökkva þá. Eldarnir hafa nú brennt meira en 70 ferkílómetra af skógi frá því á föstudag. Enn hefur slökkvilið Kaliforníu ekki komist að því hvað olli eldinum. Samkvæmt frétt AP um málið var gærdagurinn slökkviliðsmönnum erfiður en þeir börðust við eldana í bröttum hlíðum og náði hitinn 35°C. Tveir miklir skógareldar brenna nú í Kaliforníu. Númi Sveinsson, Íslendingur búsettur í San Francisco, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það boðaði ekki gott að skógareldatímabilið byrjaði með svo miklu offorsi og fólk geri ráð fyrir að miklir eldar muni brenna á Vesturströndinni þetta árið. Skógareldatímabilið muni svo ná hámarki í september þegar Santa Ana og Diablo vindarnir fari að blása í ríkinu. „Við höfum verið heppin hingað til. Mun færri eldar hafa brunnið í ár en á sama tíma í fyrra. En gróðurinn er mun þurrari en í fyrra, það er svo þurrt þarna úti,“ segir Kim Zagaris, ráðgjafi hjá Sambandi slökkviliðsstjóra á Vesturströndinni. Árlegum gróðureldum í Kaliforníu hefur á undanförnum áratugum fjölgað og þeir verða stærri og erfiðari viðureignar með hverju árinu vegna loftslagsbreytinga. Vegna þeirra er vesturströnd Bandaríkjanna orðin mun heitari og þurrkar meiri sömuleiðis. Vísindamenn hafa sagt að vegna loftslagsbreytinga verði veður öfgakenndara og gróðureldar algengari, óútreiknanlegri og muni valda meiri skaða.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01 Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29 Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25. júlí 2022 18:01
Stjórnlausir eldar í Kaliforníu Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu 25. júlí 2022 07:29
Neyðarástand vegna skógarelda í Kaliforníu Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna skógarelda í Kaliforníu en eldarnir nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn. 24. júlí 2022 08:39