Búist við að Guardiola muni sleppa beislinu af Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 08:01 Guardiola kveðst ánægður með nýja leikmenn City sem þurfi þó að aðlaga sig að leikstíl liðsins. Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Enskir fjölmiðlar gera fastlega ráð fyrir því að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, muni hafa Erling Haaland í framlínu liðsins gegn Liverpool í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira