Trump hæstánægður með LIV-mótaröðina og vini sína í Sádí-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 15:01 Donald Trump undir stýri á golfbíl á golfvelli sínum í New Jersey. getty/Cliff Hawkins Ekki eru allir par hrifnir af sádí-arabísku LIV-mótaröðinni í golfi. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er ekki í þeim hópi. Þriðja mót LIV-mótaraðarinnar fer fram á Trump National golfvellinum í New Jersey um helgina. Trump spilaði æfingahring á vellinum í gær og eftir hann lýsti hann yfir hrifningu sinni á LIV-mótaröðinni. „Ég hef þekkt þetta fólk í Sádí-Arabíu lengi. Þeir hafa verið vinir mínir í mörg ár og hafa fjárfest í mörgum bandarískum fyrirtækjum,“ sagði Trump. „Það sem þeir eru að gera fyrir golfið og kylfinga er svo frábært. Launin munu rjúka upp.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt LIV-mótaröðina eru fjölskyldur fólks sem lést í hryðjuverkunum 11. september 2001. Trump gerði lítið úr tengslum Sádí-Arabíu við 9/11. „Því miður hefur enginn hefur komist til botns í 9/11, eins og þeir hefðu átt að gera hvað varðar þessa brjálæðinga sem gerðu þessa hræðilegu hluti við borgina okkar, landið okkar og heiminn allan. Enginn hefur komist þangað,“ sagði Trump. „En ég get sagt ykkur að það er fullt af frábæru fólki þarna úti í dag og við ætlum að skemmta okkur vel og fagna. Miklir fjármunir fara í góðgerðarmál og þarna verða margir af bestu kylfingum heims.“ Mótið í New Jersey er það þriðja á LIV-mótaröðinni. Charl Schwartzel vann það fyrsta og Branden Grace annað. Þeir koma báðir frá Suður-Afríku. Golf LIV-mótaröðin Donald Trump Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þriðja mót LIV-mótaraðarinnar fer fram á Trump National golfvellinum í New Jersey um helgina. Trump spilaði æfingahring á vellinum í gær og eftir hann lýsti hann yfir hrifningu sinni á LIV-mótaröðinni. „Ég hef þekkt þetta fólk í Sádí-Arabíu lengi. Þeir hafa verið vinir mínir í mörg ár og hafa fjárfest í mörgum bandarískum fyrirtækjum,“ sagði Trump. „Það sem þeir eru að gera fyrir golfið og kylfinga er svo frábært. Launin munu rjúka upp.“ Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt LIV-mótaröðina eru fjölskyldur fólks sem lést í hryðjuverkunum 11. september 2001. Trump gerði lítið úr tengslum Sádí-Arabíu við 9/11. „Því miður hefur enginn hefur komist til botns í 9/11, eins og þeir hefðu átt að gera hvað varðar þessa brjálæðinga sem gerðu þessa hræðilegu hluti við borgina okkar, landið okkar og heiminn allan. Enginn hefur komist þangað,“ sagði Trump. „En ég get sagt ykkur að það er fullt af frábæru fólki þarna úti í dag og við ætlum að skemmta okkur vel og fagna. Miklir fjármunir fara í góðgerðarmál og þarna verða margir af bestu kylfingum heims.“ Mótið í New Jersey er það þriðja á LIV-mótaröðinni. Charl Schwartzel vann það fyrsta og Branden Grace annað. Þeir koma báðir frá Suður-Afríku.
Golf LIV-mótaröðin Donald Trump Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira