Ronaldo gagnrýndur eftir endurkomuna Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 14:30 Ronaldo kvaðst glaður með að mæta aftur en yfirgaf svæðið eins fljótt og hann gat. Mike Hewitt/Getty Images Cristiano Ronaldo sneri aftur í lið Manchester United í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við spænska liðið Rayo Vallecano á Old Trafford í Manchester. Óvenjuleg hegðun hans hefur vakið athygli. Ronaldo spilaði fyrri hálfleikinn í gær en var skipt af velli í hléi. Um var að ræða fyrstu mínútur hans undir stjórn Erik ten Hag, en Ronaldo hefur verið orðaður burt frá United í allt sumar. Hann fór ekki með liðinu í æfingaferð um Asíu og Eyjaálfu og hefur lítið sem ekkert æft með liðsfélögum sínum. Ronaldo sagðist á samfélagsmiðlinum Twitter er leik vera ánægður að mæta aftur. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir það að yfirgefa Old Trafford fljótlega eftir að honum var skipt af velli. Hann virðist hafa farið beint í sturtu í hálfleik áður en hann kom sér heim á leið áður en að leiknum lauk. Tvíræðnin leynir sér ekki, að maðurinn þakki fyrir það að vera kominn aftur, en beri ekki meiri virðingu fyrir liðsfélögum sínum og félaginu en svo að hann yfirgefi svæðið eins fljótt og auðið er eftir að hafa verið skipt af velli. Not even waited for the final whistle pic.twitter.com/jraOWdoPd5— Gaz (@CantonaManc) July 31, 2022 Engin lognmolla hefur verið í kringum Ronaldo frá því að ten Hag tók við og eitthvað virðist dramatíkin í kringum stórstjörnuna ætla að dragast fram eftir hausti. Ronaldo er sagður vilja yfirgefa félagið til að spila í Meistaradeildinni en sléttur mánuður er þangað til að félagsskiptaglugginn lokar. Happy to be back pic.twitter.com/Fp6dpBTXcb— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) July 31, 2022 Uppfært: Ronaldo og aðrir leikmenn sem voru staddir í stjórnendasvítu United í síðari hálfleik leiksins eru sagðir hafa farið með leyfi Ten Hag af vellinum áður en honum lauk. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Ronaldo spilaði fyrri hálfleikinn í gær en var skipt af velli í hléi. Um var að ræða fyrstu mínútur hans undir stjórn Erik ten Hag, en Ronaldo hefur verið orðaður burt frá United í allt sumar. Hann fór ekki með liðinu í æfingaferð um Asíu og Eyjaálfu og hefur lítið sem ekkert æft með liðsfélögum sínum. Ronaldo sagðist á samfélagsmiðlinum Twitter er leik vera ánægður að mæta aftur. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir það að yfirgefa Old Trafford fljótlega eftir að honum var skipt af velli. Hann virðist hafa farið beint í sturtu í hálfleik áður en hann kom sér heim á leið áður en að leiknum lauk. Tvíræðnin leynir sér ekki, að maðurinn þakki fyrir það að vera kominn aftur, en beri ekki meiri virðingu fyrir liðsfélögum sínum og félaginu en svo að hann yfirgefi svæðið eins fljótt og auðið er eftir að hafa verið skipt af velli. Not even waited for the final whistle pic.twitter.com/jraOWdoPd5— Gaz (@CantonaManc) July 31, 2022 Engin lognmolla hefur verið í kringum Ronaldo frá því að ten Hag tók við og eitthvað virðist dramatíkin í kringum stórstjörnuna ætla að dragast fram eftir hausti. Ronaldo er sagður vilja yfirgefa félagið til að spila í Meistaradeildinni en sléttur mánuður er þangað til að félagsskiptaglugginn lokar. Happy to be back pic.twitter.com/Fp6dpBTXcb— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) July 31, 2022 Uppfært: Ronaldo og aðrir leikmenn sem voru staddir í stjórnendasvítu United í síðari hálfleik leiksins eru sagðir hafa farið með leyfi Ten Hag af vellinum áður en honum lauk.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira