Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2022 15:40 Mannvitsbrekkur í brekkunni virtust hafa það útsetta markmið að lenda í veseni og tókst það er þeir réðust að tökumanni Rúv. Atvikið náðist auðvitað allt á mynband. skjáskot/RÚV Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu. Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent