Innlent

Stað­festa ekki skýringar Brynjars

Árni Sæberg skrifar
Brynjar Níelsson er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Brynjar Níelsson er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Talskona namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu staðfestir ekki skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, vegna fundar sem hann átti með namibískum embættismönnum.

Þann 7. júní síðastliðinn fundaði Brynjar með aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar fyrir hönd Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 

Namibísku embættismennirnir voru staddir hér á landi til þess að hitta íslenska rannsakendur á Samherjamálinu svokallaða. Þeir funduðu meðal annars með Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara.

Þá funduðu þeir með Brynjari Níelssyni sem hefur ekkert viljað gefa upp hvert efni fundarins var. Hann segir fundinn hafa verið í einkaerindum og því heyri hann ekki undir upplýsingalög.

„Ef þetta er það sem Íslendingar segja, þá er þetta það sem þeir segja,“ er haft eftir talskonu namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytisins í Fréttablaði dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×