Endurmeta hvort áfram verði kropið á hné Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 14:00 Zaha kraup á hné til stuðnings Black Lives Matter-hreyfingunni í rúmt hálft ár en hætti því í febrúar í fyrra. Tim Keeton/Pool via Getty Images Fyrirliðar félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa fundað um hvaða aðferðir séu best til fallnar að berjast gegn kynþáttahatri á komandi leiktíð. Ekki hefur náðst niðurstaða í málið. Eftir að George Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020 hafa leikmenn í ensku úrvalsdeildinni tekið upp hefð vestanhafs að krjúpa á hné áður en leikir í deildinni hefjast. Þetta er gert til að sýna Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning og sýna samstöðu gegn kynþáttahatri. Frá því að sú hefð hófst hafa þó einhverjir leikmenn hætt að taka þátt í athæfinu, þar á meðal Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, sem er sjálfur dökkur á hörund. Hann sagði í febrúar 2021 að „sem stendur skiptir það ekki máli hvort við krjúpum eða stöndum, margir okkar þurfa enn að þola kynþáttaníð“. Á svipuðum tíma hættu nokkur félög í ensku B-deildinni einnig að krjúpa á hné, þar á meðal Derby County, Brentford, Bournemouth og Queens Park Rangers. Því er velt upp hvaða áhrif látbragðið hefur, og hvort að áhrifamáttur þess hafi farið dvínandi eftir því sem tíminn hefur liðið. Leikmenn geri þetta ef til vill af skyldurækni fremur en að þeir séu drifnir áfram af raunverulegum vilja til breytinga. Þá getur verið að þeir séu drifnir af þeim vilja en þetta sé einfaldlega ekki leið sem skili árangri, líkt og Zaha benti á. Fyrirliðar í deildinni hafa þegar fundað einu sinni um málið þar sem engin niðurstaða fékkst. Búist er við að málið verði komið á hreint áður en Arsenal mætir Crystal Palace í upphafsleik tímabilsins á föstudagskvöldið. Enski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Eftir að George Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020 hafa leikmenn í ensku úrvalsdeildinni tekið upp hefð vestanhafs að krjúpa á hné áður en leikir í deildinni hefjast. Þetta er gert til að sýna Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning og sýna samstöðu gegn kynþáttahatri. Frá því að sú hefð hófst hafa þó einhverjir leikmenn hætt að taka þátt í athæfinu, þar á meðal Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, sem er sjálfur dökkur á hörund. Hann sagði í febrúar 2021 að „sem stendur skiptir það ekki máli hvort við krjúpum eða stöndum, margir okkar þurfa enn að þola kynþáttaníð“. Á svipuðum tíma hættu nokkur félög í ensku B-deildinni einnig að krjúpa á hné, þar á meðal Derby County, Brentford, Bournemouth og Queens Park Rangers. Því er velt upp hvaða áhrif látbragðið hefur, og hvort að áhrifamáttur þess hafi farið dvínandi eftir því sem tíminn hefur liðið. Leikmenn geri þetta ef til vill af skyldurækni fremur en að þeir séu drifnir áfram af raunverulegum vilja til breytinga. Þá getur verið að þeir séu drifnir af þeim vilja en þetta sé einfaldlega ekki leið sem skili árangri, líkt og Zaha benti á. Fyrirliðar í deildinni hafa þegar fundað einu sinni um málið þar sem engin niðurstaða fékkst. Búist er við að málið verði komið á hreint áður en Arsenal mætir Crystal Palace í upphafsleik tímabilsins á föstudagskvöldið.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira