Átta ára stelpa vekur mikla athygli fyrir svakaleg tilþrif Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2022 11:30 Ruby Tucker er efnileg hnefaleikakona. Instagram/@teamrubynj Hún er bara átta ára gömul en er þegar farin að vekja athygli á samfélagsmiðlum og annars staðar fyrir tilþrif sín í hnefaleikahringnum. Ruby Tucker er frá New Jersey í Bandaríkjunum og einhverjir netverjar hafa hent því fram að hún hljóti bara að vera barnabarn Muhammad Ali. Hún var það efnileg að faðir hennar, Kijuan Tucker, stofnaði hnefaleikastöð eftir að hann sá hvað hún fann sig í íþróttinni. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) ESPN vakti athygli á tilþrifum stelpunnar á dögunum en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki bara hraðinn, hreyfanleikinn sem heilla menn við þessa átta ára stelpu heldur má vel heyra að hún lætur líka höggin dynja á hönskum föður síns. Það fylgir líka sögunni að stelpan er líka að standa sig vel í náminu. Hún og pabbi hennar fóru aftur á móti fyrst að rækta hnefaleikahæfileika stelpunnar þegar skólinn hennar lokaði í kórónuveirufaraldrinum. „Hún byrjaði að prófa og náði svo góðum tökum á þessu strax. Svo kom Covid og ég var ekki í vinnu og hún ekki í skólanum. Við vorum því enn duglegri við að æfa og það sem þið sjáið á þessum myndböndum erum við að æfa saman í miðjum kórónufaraldri þegar við höfðum ekkert annað að gera,“ sagði Kijuan Tucker, faðir Ruby. „Mig langar að verða meistari einn daginn og á þessu ferðalagi mínu langar mig að hjálpa fólki. Þegar ég hef lært mikið um hnefaleika þá get ég kannski orðið þjálfari og hjálpa fólki við að verja sig,“ sagði Ruby Tucker í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina í New York. Það má lesa meira um stelpuna með því að horfa á fréttina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=laT-3y0fMlQ">watch on YouTube</a> Box Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Ruby Tucker er frá New Jersey í Bandaríkjunum og einhverjir netverjar hafa hent því fram að hún hljóti bara að vera barnabarn Muhammad Ali. Hún var það efnileg að faðir hennar, Kijuan Tucker, stofnaði hnefaleikastöð eftir að hann sá hvað hún fann sig í íþróttinni. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) ESPN vakti athygli á tilþrifum stelpunnar á dögunum en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki bara hraðinn, hreyfanleikinn sem heilla menn við þessa átta ára stelpu heldur má vel heyra að hún lætur líka höggin dynja á hönskum föður síns. Það fylgir líka sögunni að stelpan er líka að standa sig vel í náminu. Hún og pabbi hennar fóru aftur á móti fyrst að rækta hnefaleikahæfileika stelpunnar þegar skólinn hennar lokaði í kórónuveirufaraldrinum. „Hún byrjaði að prófa og náði svo góðum tökum á þessu strax. Svo kom Covid og ég var ekki í vinnu og hún ekki í skólanum. Við vorum því enn duglegri við að æfa og það sem þið sjáið á þessum myndböndum erum við að æfa saman í miðjum kórónufaraldri þegar við höfðum ekkert annað að gera,“ sagði Kijuan Tucker, faðir Ruby. „Mig langar að verða meistari einn daginn og á þessu ferðalagi mínu langar mig að hjálpa fólki. Þegar ég hef lært mikið um hnefaleika þá get ég kannski orðið þjálfari og hjálpa fólki við að verja sig,“ sagði Ruby Tucker í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina í New York. Það má lesa meira um stelpuna með því að horfa á fréttina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=laT-3y0fMlQ">watch on YouTube</a>
Box Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira