Stjórnvöld í Kína eru æf vegna heimsóknar Pelosi, sem sagðist á blaðamannafundi í gær furða sig á viðbrögðum Kínverja. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð; stjórnvöld í Bandaríkjunum væru staðföst í því að tryggja öryggi Taívan, þar sem ríkin deildu gildum er vörðuðu lýðræðið og frelsi.
Gerði hún því skóna að viðbrögð forseta Kína mætti rekja til pólitískrar stöðu hans heima fyrir.
Heimsókn Pelosi hefur bæði verið hampað og gagnrýnd í Bandaríkjunum en John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti á það í fyrradag að heimsóknir bandarískra embættismanna til Taívan væru langt í frá fordæmalausar.
Kínverjar hyggjast hins vegar svara heimsókninni með heræfingum umhverfis Taívan, sem stjórnvöld á eyjunni segja brjóta gegn alþjóðalögum.
Pelosi sagði sendinefnd sína vilja gera það fullkomlega ljóst að Bandaríkin myndu ekki hverfa frá stuðningi sínum við Taívan og að Bandaríkjamenn væru stoltir af vinskap sínum við Taívani. Kirby ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum í fyrradag að Bandaríkin hefðu alls ekki horfið frá afstöðu sinni varðandi eitt Kína.
Pelosi sagði einnig að Kínverjar hefðu staðið í vegi fyrir þátttöku Taívan á ýmsum fundum en þeir myndu ekki geta komið í veg fyrir heimsóknir erlendra embættismanna. Sagði hún stjórnvöld í Kína vera gera úlfalda úr mýflugu, ef til vill vegna stöðu hennar sem forseta fulltrúadeildarinnar.
It is my great and humble privilege to accept on behalf of the Congress the Order of Propitious Clouds with Special Grand Cordon: a symbol of America s strong and enduring friendship with Taiwan.
— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 3, 2022
Join me & President @iingwen for this special presentation. https://t.co/1etOJHuIT5