Fólk er miklu hjálpsamara en við höldum Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. ágúst 2022 08:00 Rannsóknir hafa sýnt að fólk er miklu viljugri til að rétta fram hjálparhönd en við höldum. Hvað gerir þú til dæmis ef þú ert ekki að rata? Spyrðu til vegar eða reynir þú að redda þér sjálf/ur? Vísir/Getty Við skulum byrja á því að vera alveg hreinskilin: Biðjum við alltaf um hjálp þegar að við þurfum þess? Eða reynum við að redda okkur sjálf og biðjum ekki um hjálp fyrr en við erum komin í strand? Mögulega teljum við okkur vera ágæt í að biðja um hjálp, en til þess að kalla fram hreinskilið svar frá okkur er ágætt að renna yfir dæmi sem tekið er fyrir í bókinni All You Have to Do is Ask eftir Wayne Baker, prófessor við viðskiptaháskóla í Michigan í Bandaríkjunum. Dæmið er saga frá New York, en við skulum yfirfæra hana yfir á Reykjavík. Dæmisagan er svona: Við erum stödd niðri í bæ þegar að við föttum allt í einu að við gleymdum að hringja áríðandi símtal og áttum okkur á því að þetta símtal þurfum við að klára eigi síðar en strax. En svo illa vill til að við gleymdum símanum! Nú eru góð ráð dýr. Í kringum okkur er fullt af fólki og við vitum að flest þeirra, ef ekki allir, eru með síma á sér. Spurningin er: Biðjum við einhvern ókunnugan um að lána okkur símann sinn til að hringja þetta símtal EÐA hlaupum við í óðagoti aftur í bílinn og brunum heim eða í vinnuna til að komast í símann þótt það kosti að við verðum of sein? Eða erum við kannski með hjartsláttartruflanir af stressi næstu mínútur yfir því að vera símalaus og geta því ekki hringt fyrir tilskilinn tíma? Sem er auðvitað algjör bömmer. Annað dæmi sem margir geta samsvarað sig eða sína nánustu við er hvernig brugðist er við, þegar við vitum ekki hvert við eigum að fara og reynum að finna út úr því sjálf, frekar en að spyrja fólk til vegar. Staðreyndin er nefnilega sú að samkvæmt rannsóknum er fólk miklu hjálpsamara en við höldum. Þegar ofangreint dæmi var til dæmis athugað á götum New York borgar kom í ljós að það tók að meðaltali aðeins tvær tilraunir að fá ókunnugt fólk til að lána símann þegar óskað var eftir því. Og það þó í margra milljóna borg. Niðurstöður ýmissa annarra rannsókna sýna það sama. Sem dæmi má nefna niðurstöður Gallup í Bandaríkjunum sem sagðar eru sýna sambærilegar niðurstöður í 140 öðrum löndum en þær eru að ríflega 70% fólks er tilbúið til að hjálpa öðru fólki þegar það biður um aðstoð. Í tölulegu samhengi er því haldið fram að í hverjum mánuði séu um 2,2 milljarðar fólks að hjálpa öðru fólki vegna þess að það segir Já, þegar það er beðið um það. Þetta þýðir í raun að það erum við sjálf, sem erum of oft að vanmeta vilja fólks og viðhorf til þess að hjálpa okkur. Afleiðingin af því að biðja ekki nógu oft um hjálp í vinnunni getur birst í mörgum myndum. Allt frá vöðvabólgu yfir í óþarflega langa vinnudaga.Vísir/Getty Að biðja um hjálp í vinnunni Of algengt er að í námi og í vinnu, þori fólk ekki að biðja eins oft um hjálp eins oft og það helst þyrfti. Sem er ekki gott, því það að þora ekki að biðja um hjálp eða gera það óþarflega seint getur bæði skapað vanlíðan og eytt óþarfa tíma í eitthvað sem við gætum fengið hjálp við. Afleiðingarnar geta verið ýmiss konar. Vöðvabólga, óþarflega langir vinnudagar, óöryggi innra með okkur eða önnur vanlíðan. Við skulum því rýna aðeins í nokkur atriði sem fyrst og fremst snúast um viðhorfsbreytingar. Við verðum ekki rekin úr starfi fyrir það að biðja um hjálp. Reyndar eru meiri líkur á að við missum starfið ef við biðjum ekki um hjálp þegar þess þarf og gerum mistök. Við eigum ekki að vanmeta vilja fólks til að aðstoða aðra. Það er eðlilegt að vita ekki eða kunna allt. Við lærum meira og eflum okkur ef við biðjum um hjálp þegar við þurfum þess. Okkar er valið við hvern við tölum. Við getum til dæmis leitað til fólks sem við treystum þótt það vinni ekki á sama stað. Kannski að hringja í vin og fá ráðleggingar um hvernig best er að leysa úr verkefni sem við stöndum frammi fyrir? Verum sjálf hjálpsöm. Með því að vera dugleg að bjóða öðrum aðstoð eða hjálp, þjálfum við okkur og nærumhverfið okkar í að það sé eðlilegt og hið besta mál að biðja um hjálp. Ekki ofhugsa. Fólk heldur ekki að þú sért „vitlaus“ þótt þú vitir ekki allt eða biðjir um hjálp. Ofhugsanir eru gott dæmi um hvernig við sjálf förum að ímynda okkur viðbrögð annarra. Sem vísindin hafa þó sannað að eru mun jákvæðari viðbrögð en við teljum. Heilsa Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Árangursríkustu leiðtogarnir og ánægja starfsfólks Áskoranir fólks í leiðtoga- og stjórnendastöðum hafa aldrei verið jafn miklar og nú og hafa jafnvel tekið stakkaskiptum í kjölfar heimsfaraldurs. 27. júlí 2022 08:01 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Það þarf ekki að vera vandræðalegt að roðna Við höfum öll einhvern tíma roðnað. Sumir roðna oftar en aðrir og já, það koma augnablik þar sem okkur finnst við hreinlega roðna niður í tær. 29. júní 2022 07:00 Þegar allt gengur á afturfótunum og ekkert gengur upp Varstu að sækja um draumastarfið og fékkst það ekki? Hefur þú verið að vonast eftir launahækkun í dágóðan tíma en ekkert gerist? Eru samskiptin við suma vinnufélagana ömurleg? 23. maí 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Mögulega teljum við okkur vera ágæt í að biðja um hjálp, en til þess að kalla fram hreinskilið svar frá okkur er ágætt að renna yfir dæmi sem tekið er fyrir í bókinni All You Have to Do is Ask eftir Wayne Baker, prófessor við viðskiptaháskóla í Michigan í Bandaríkjunum. Dæmið er saga frá New York, en við skulum yfirfæra hana yfir á Reykjavík. Dæmisagan er svona: Við erum stödd niðri í bæ þegar að við föttum allt í einu að við gleymdum að hringja áríðandi símtal og áttum okkur á því að þetta símtal þurfum við að klára eigi síðar en strax. En svo illa vill til að við gleymdum símanum! Nú eru góð ráð dýr. Í kringum okkur er fullt af fólki og við vitum að flest þeirra, ef ekki allir, eru með síma á sér. Spurningin er: Biðjum við einhvern ókunnugan um að lána okkur símann sinn til að hringja þetta símtal EÐA hlaupum við í óðagoti aftur í bílinn og brunum heim eða í vinnuna til að komast í símann þótt það kosti að við verðum of sein? Eða erum við kannski með hjartsláttartruflanir af stressi næstu mínútur yfir því að vera símalaus og geta því ekki hringt fyrir tilskilinn tíma? Sem er auðvitað algjör bömmer. Annað dæmi sem margir geta samsvarað sig eða sína nánustu við er hvernig brugðist er við, þegar við vitum ekki hvert við eigum að fara og reynum að finna út úr því sjálf, frekar en að spyrja fólk til vegar. Staðreyndin er nefnilega sú að samkvæmt rannsóknum er fólk miklu hjálpsamara en við höldum. Þegar ofangreint dæmi var til dæmis athugað á götum New York borgar kom í ljós að það tók að meðaltali aðeins tvær tilraunir að fá ókunnugt fólk til að lána símann þegar óskað var eftir því. Og það þó í margra milljóna borg. Niðurstöður ýmissa annarra rannsókna sýna það sama. Sem dæmi má nefna niðurstöður Gallup í Bandaríkjunum sem sagðar eru sýna sambærilegar niðurstöður í 140 öðrum löndum en þær eru að ríflega 70% fólks er tilbúið til að hjálpa öðru fólki þegar það biður um aðstoð. Í tölulegu samhengi er því haldið fram að í hverjum mánuði séu um 2,2 milljarðar fólks að hjálpa öðru fólki vegna þess að það segir Já, þegar það er beðið um það. Þetta þýðir í raun að það erum við sjálf, sem erum of oft að vanmeta vilja fólks og viðhorf til þess að hjálpa okkur. Afleiðingin af því að biðja ekki nógu oft um hjálp í vinnunni getur birst í mörgum myndum. Allt frá vöðvabólgu yfir í óþarflega langa vinnudaga.Vísir/Getty Að biðja um hjálp í vinnunni Of algengt er að í námi og í vinnu, þori fólk ekki að biðja eins oft um hjálp eins oft og það helst þyrfti. Sem er ekki gott, því það að þora ekki að biðja um hjálp eða gera það óþarflega seint getur bæði skapað vanlíðan og eytt óþarfa tíma í eitthvað sem við gætum fengið hjálp við. Afleiðingarnar geta verið ýmiss konar. Vöðvabólga, óþarflega langir vinnudagar, óöryggi innra með okkur eða önnur vanlíðan. Við skulum því rýna aðeins í nokkur atriði sem fyrst og fremst snúast um viðhorfsbreytingar. Við verðum ekki rekin úr starfi fyrir það að biðja um hjálp. Reyndar eru meiri líkur á að við missum starfið ef við biðjum ekki um hjálp þegar þess þarf og gerum mistök. Við eigum ekki að vanmeta vilja fólks til að aðstoða aðra. Það er eðlilegt að vita ekki eða kunna allt. Við lærum meira og eflum okkur ef við biðjum um hjálp þegar við þurfum þess. Okkar er valið við hvern við tölum. Við getum til dæmis leitað til fólks sem við treystum þótt það vinni ekki á sama stað. Kannski að hringja í vin og fá ráðleggingar um hvernig best er að leysa úr verkefni sem við stöndum frammi fyrir? Verum sjálf hjálpsöm. Með því að vera dugleg að bjóða öðrum aðstoð eða hjálp, þjálfum við okkur og nærumhverfið okkar í að það sé eðlilegt og hið besta mál að biðja um hjálp. Ekki ofhugsa. Fólk heldur ekki að þú sért „vitlaus“ þótt þú vitir ekki allt eða biðjir um hjálp. Ofhugsanir eru gott dæmi um hvernig við sjálf förum að ímynda okkur viðbrögð annarra. Sem vísindin hafa þó sannað að eru mun jákvæðari viðbrögð en við teljum.
Heilsa Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Árangursríkustu leiðtogarnir og ánægja starfsfólks Áskoranir fólks í leiðtoga- og stjórnendastöðum hafa aldrei verið jafn miklar og nú og hafa jafnvel tekið stakkaskiptum í kjölfar heimsfaraldurs. 27. júlí 2022 08:01 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Það þarf ekki að vera vandræðalegt að roðna Við höfum öll einhvern tíma roðnað. Sumir roðna oftar en aðrir og já, það koma augnablik þar sem okkur finnst við hreinlega roðna niður í tær. 29. júní 2022 07:00 Þegar allt gengur á afturfótunum og ekkert gengur upp Varstu að sækja um draumastarfið og fékkst það ekki? Hefur þú verið að vonast eftir launahækkun í dágóðan tíma en ekkert gerist? Eru samskiptin við suma vinnufélagana ömurleg? 23. maí 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Árangursríkustu leiðtogarnir og ánægja starfsfólks Áskoranir fólks í leiðtoga- og stjórnendastöðum hafa aldrei verið jafn miklar og nú og hafa jafnvel tekið stakkaskiptum í kjölfar heimsfaraldurs. 27. júlí 2022 08:01
Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01
Það þarf ekki að vera vandræðalegt að roðna Við höfum öll einhvern tíma roðnað. Sumir roðna oftar en aðrir og já, það koma augnablik þar sem okkur finnst við hreinlega roðna niður í tær. 29. júní 2022 07:00
Þegar allt gengur á afturfótunum og ekkert gengur upp Varstu að sækja um draumastarfið og fékkst það ekki? Hefur þú verið að vonast eftir launahækkun í dágóðan tíma en ekkert gerist? Eru samskiptin við suma vinnufélagana ömurleg? 23. maí 2022 07:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00