Kristján Már fjarri góðu gamni og missir af gosinu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:24 Gagnmerk umfjöllun um eldgos og jarðhræringar hefur sett sitt mark á meira en þriggja áratuga feril Kristjáns Más, eins og þessi afmælisterta sýnir en hún var bökuð í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli hans á Stöð 2. Hann er nú fjarri góðu gamni. Það var líkt og náttúruöflin væru að stríða honum þegar þau tóku upp á því að hefja gos um leið og hann flaug af landi brott. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er reyndasti fréttamaður landsins, þegar kemur að umfjöllun um eldgos og aðrar jarðhræringar. Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37