Félagið tilkynnti í kvöld að það hefði samið við Litáann Norbertas Giga en um er að ræða 27 ára gamlan 208 sentímetta háan miðherja sem hefur leikið fyrir yngri landslið Litáens.
Giga var partur af U-17 liði Litháens á HM 2012 og fór með U-18 liðinu á EM ári seinna. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður spilaði með Jacksonville State í NCAA. Undanfarin ár hefur hann hins vegar leikið í heimalandi sínu sem og Póllandi.
Haukar hafa bætt hressilega við hóp sinn í sumar en áður höfðu Hilmar Smári Henningsson, Róbert Sigurðsson, Breki Gylfason, Alexander Knudsen og Daniel Mortensen gengið til liðs við liðið.