Stelpurnar okkar ná nýjum hæðum á heimslista Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 08:31 Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á EM héldu stelpurnar okkar svekktar heim eftir 1-1 jafntefli við Frakkland. Eitt mark til viðbótar hefði skilað liðinu í 8-liða úrslit. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er það 14. besta af öllum í heiminum samkvæmt nýjasta styrkleikalista FIFA. Þetta er fyrsta útgáfa heimslistans eftir að Evrópumótinu í Englandi lauk en þar töpuðu stelpurnar okkar ekki einum einasta leik. Þær féllu þó úr keppni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Þessi úrslit hjálpuðu liðinu hins vegar að komast ofar en það hefur nokkru sinni komist á heimslista FIFA, eða í 14. sæti. Áður hafði Ísland hæst náð 15. sæti á listanum. Liðið var í 17. sæti þegar síðasti listi var gefinn út, í júní. Af Evrópuþjóðum er Ísland í áttunda sæti, fyrir ofan Belgíu og Austurríki sem þó komust í 8-liða úrslitin á EM. Upp fyrir Danmörku og Ítalíu Ísland komst upp fyrir Ítalíu, Kína og Danmörku og er nú næst á eftir Noregi sem er í 13. sæti eftir mikil vonbrigði á EM. Bandaríkin tróna á toppi listans en þar á eftir koma Þýskaland, sem færist upp í 2. sæti, Svíþjóð og England, sem færist upp í 4. sæti eftir að hafa unnið Þjóðverja í úrslitaleik EM. Næsta verkefni Íslands er afar mikilvægt en í byrjun næsta mánaðar mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og svo Hollandi á útivelli. Sigur á Hvít-Rússum og að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi myndi tryggja Íslandi sæti á HM á næsta ári, í fyrsta sinn. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Þetta er fyrsta útgáfa heimslistans eftir að Evrópumótinu í Englandi lauk en þar töpuðu stelpurnar okkar ekki einum einasta leik. Þær féllu þó úr keppni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Þessi úrslit hjálpuðu liðinu hins vegar að komast ofar en það hefur nokkru sinni komist á heimslista FIFA, eða í 14. sæti. Áður hafði Ísland hæst náð 15. sæti á listanum. Liðið var í 17. sæti þegar síðasti listi var gefinn út, í júní. Af Evrópuþjóðum er Ísland í áttunda sæti, fyrir ofan Belgíu og Austurríki sem þó komust í 8-liða úrslitin á EM. Upp fyrir Danmörku og Ítalíu Ísland komst upp fyrir Ítalíu, Kína og Danmörku og er nú næst á eftir Noregi sem er í 13. sæti eftir mikil vonbrigði á EM. Bandaríkin tróna á toppi listans en þar á eftir koma Þýskaland, sem færist upp í 2. sæti, Svíþjóð og England, sem færist upp í 4. sæti eftir að hafa unnið Þjóðverja í úrslitaleik EM. Næsta verkefni Íslands er afar mikilvægt en í byrjun næsta mánaðar mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og svo Hollandi á útivelli. Sigur á Hvít-Rússum og að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi myndi tryggja Íslandi sæti á HM á næsta ári, í fyrsta sinn.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira