Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“ Atli Arason skrifar 7. ágúst 2022 20:01 Eiður Smári djúpt hugsi á hliðarlínunni í kvöld. Hulda Margrét Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik. Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira
Ólafur Jóhannesson stýrði FH á fyrri hluta tímabilsins og var með 0,88 stig á hvern leik áður en honum var vikið úr starfi. Eftir leikslok gegn KA var Eiður Smári spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu sem þjálfari FH. „Er pressa á mér,“ spurði Eiður til baka áður en hann bætti við, „nei, það er pressa á okkur öllum hvort sem það er á liðinu eða þjálfaranum, um leið og við stígum inn á þennan völl. Auðvitað er pressa en við verðum bara að taka á henni og snúa henni við,“ sagði Eiður. Eiði finnst sínir menn vera of fljótir að gefast upp þegar á móti blæs en liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega að hans mati. „Ég verð að koma aftur inn á það sem ég er búinn að vera að segja síðustu vikur, við byrjum leikinn aftur bara fínt. Við sköpum okkur eitt eða tvö góð færi en um leið og þetta gengur ekki upp og við fáum skell með því að fá mark á okkur þá erum við því miður sem lið ekki nógu stórir í okkur til eiga við það. Eftir fyrsta markið var skellurinn kannski ekki það mikill og við héldum áfram að gera það sem við gerum en þegar við fáum á okkur vítið þá var leikurinn bara búinn,“ sagði Eiður Smári og á þar við seinna mark KA sem Nökkvi Þeyr skoraði úr vítaspyrnu. Það var allt annað að sjá til FH-inga undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari. Liðið var andlaust eftir seinna mark KA en í upphafi síðari hálfleiks var kraftur í liðinu og FH-ingar voru framan af mun líklegri til að skora þriðja mark leiksins en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Eiður var því eðlilega spurður af því hvað þjálfarateymið gerði til að kveikja í liðinu í leikhléinu. „Ég reyni að tala endalaust og gerði það enda er ég orðinn vel hás. Það sem ég gerði í hálfleik var bara að stappa í stálið hjá þeim því leikurinn er aldrei búinn fyrr en það er flautað af. Við sýndum ágætis kafla í seinni hálfleik og komum út með smá baráttuanda en það var bara ekki nóg. Þegar maður gerir ekki grunnvinnuna sína sem einstaklingur eða sem lið þá koma gæðin ekki í ljós,“ svaraði Eiður. Að lokinni 16. umferð gæti FH verið í fallsæti, eftir því hvernig leikur Leiknis og Keflavík fer annað kvöld. Eftir miklar væntingar í upphafi móts segir Eiður að FH-ingar verða að átta sig hvaða stöðu þeir eru komnir í og snúa saman bökum til að koma sér upp úr volæðinu. „Við þurfum að átta okkur á því í hvaða stöðu við erum og vera raunsæir með það. Við þurfum að sætta okkur við að við erum í þessari stöðu núna en líka átta okkur á því að þetta er í okkar höndum að koma okkur úr þessari stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Sjá meira
Leik lokið: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 7. ágúst 2022 21:00