Ezra Miller ákært fyrir húsbrot og að stela áfengi Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 09:09 Ezra Miller hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. AP/Evan Agostini Leikarinn Ezra Miller var fyrr á þessu ári ákært fyrir húsbrot í Vermont í Bandaríkjunum. Málið er það nýjasta í röð atvika þar sem Miller hefur verið sakað um ofbeldi og óvenjulega hegðun. Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir. Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Greint var frá því á mánudag að lögreglan í Vermont-ríki hafi brugðist við tilkynningu um innbrot í bænum Stamford þann 1. maí síðastliðinn. Nokkrar flöskur af áfengi hafi verið teknar ófrjálsri hendi af heimilinu á meðan húsráðendur voru ekki heima við. Miller var ákært eftir að lögregla skoðaði upptökur úr öryggismyndavélum og ræddi við vitni á staðnum. Fram kemur í lögregluskýrslu að Miller hafi eftir þetta fundist skömmu fyrir miðnætti á sunnudegi og verið kallaður fyrir dómara þann 26. september vegna málsins, af því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Missti stjórn á sér á bar Hið 29 ára gamla Hollywood-stirni var handtekið tvisvar á Hawaii fyrr á þessu ári, í fyrra skiptið fyrir óspektir og áreitni á karaókí-bar, og í seinna skiptið vegna líkamsárásar. Greint hefur verið frá því að Ezra hafi missti stjórn á sér á umræddum bar og á hán að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Miller gisti hjá parinu sem fór fram á nálgunarbann eftir atvikið á barnum. Síðar féllu þau þá frá þeirri kröfu. Vakti mikla athygli á Íslandi Einnig hafa foreldrar hinnar átján ára gömlu Tokata Iron Eyes farið fram á nálgunarbann gagnvart Miller og sakað leikarann um að hafa áunnið sér traust dóttur sinnar og stundað óviðeigandi hegðun með henni frá því hún var tólf ára. Sjálf hefur Iron Eyes sagt þessar ásakanir vera ósannar. Ítarlega hefur verið fjallað um dvöl Miller á Íslandi í erlendum fjölmiðlum en Íslandsdvöl háns komst í heimsfréttirnar þegar hán tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Miller hefur farið með hlutverk Flash í kvikmyndum Warner Bros. kvikmyndaversins síðustu ár og mun aftur fara í búning ofurhetjunnar í myndinni The Flash sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Stjórnendur kvikmyndaversins hafa ekki gefið til kynna að hegðun Miller muni hafa áhrif á þær fyrirætlanir.
Hollywood Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51 Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. 5. ágúst 2022 10:51
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. 14. apríl 2022 09:41