Reyndi að bjarga strönduðum dróna með dróna í Stuðlagili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 15:29 Björgunaraðgerðirnar í fullum gangi. Skjáskot Hún heppnaðist ekki, björgunaraðgerð drónaflugmanns sem kom auga á strandaðan dróna á syllu í Stuðlagili í sumar. Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira