Maður grunaður um morð á fjórum múslimum handtekinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 19:45 Lögreglan hefur fundið bílinn sem hún hefur leitað að í tengslum við morðið á Naeem Hussain í Albuquerque og handtekið ökumanninn. AP/Adolphe Pierre-Louis Lögreglan í Albuquerque í Nýju-Mexíkó hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt Naeem Hussain, 25 ára gamlan múslima, á föstudag og ók bíl sem lögreglan hefur verið að leita að í tengslum við morðið. Lögreglan grunar manninn einnig um að hafa skotið þrjá aðra múslima til bana í borginni. Harold Medina, lögreglustjórinn í Albuquerque, greindi frá þessu í færslu á Twitter rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Þar segir hann að lögreglan hafi leitað uppi ökutæki sem er talið tengjast morðinu á múslima í Albuquerque. Bílstjórinn hafi verið handtekinn og hann sé sá sem lögreglan gruni helst um morð á fjórum múslimum í borginni á undanförnum . We tracked down the vehicle believed to be involved in a recent murder of a Muslim man in Albuquerque. The driver was detained and he is our primary suspect for the murders. We will update the media later this afternoon.— APD Chief of Police (@ABQPoliceChief) August 9, 2022 Talið að morðin fjögur tengist Talið er að morðið á föstudag tengist morðum á þremur öðrum múslimum sem voru skotnir til bana í austurhluta Albuquerque á undanförnum tíu mánuðum en þar af áttu þrjú morðanna sér stað á innan við tveimur vikum. Allir mennirnir fjórir eru múslimar sem eru af suður-asísku bergi brotnir. Bíllinn sem lögreglan í Albuquerque hefur verið að leita að frá því á sunnudag, dökksilfraður Volkswagen Jetta, er fundinn og ökumaður hans líkaAP Lögreglan hefur ekki staðfest að morðin fjögur tengist en þau segja að verið sé að rannsaka hvort það sé raunin. Þá hefur ekki enn komið fram hvort morðin fjögur séu rannsökuð sem hatursglæpir en það má teljast líklegt að svo verði ef þau tengjast. Morðin hafi vakið mikinn óhug og ótta meðal múslima í borginni og greint hefur verið frá því fólk sé jafnvel orðið hrætt við að fara út fyrir hússins dyr. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvernig morðin áttu sér nákvæmlega stað en segir að í tilfellum fyrstu þriggja mannanna sem voru skotnir til bana, þeirra Muhammad Afzaal Hussain, Aftab Hussein og Mohammad Ahmadi, hafi verið „ráðist á þá úr launsátri, þeir skotnir og drepnir.“ Aðeins nokkrum klukkustundum eftir bænastund fyrir tvö fórnarlambanna á föstudag fannst Naeem Hussain látinn. Þriðji músliminn sem hefur verið drepinn á innan við tveimur vikum og sá fjórði frá því í nóvember á síðasta ári. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Harold Medina, lögreglustjórinn í Albuquerque, greindi frá þessu í færslu á Twitter rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Þar segir hann að lögreglan hafi leitað uppi ökutæki sem er talið tengjast morðinu á múslima í Albuquerque. Bílstjórinn hafi verið handtekinn og hann sé sá sem lögreglan gruni helst um morð á fjórum múslimum í borginni á undanförnum . We tracked down the vehicle believed to be involved in a recent murder of a Muslim man in Albuquerque. The driver was detained and he is our primary suspect for the murders. We will update the media later this afternoon.— APD Chief of Police (@ABQPoliceChief) August 9, 2022 Talið að morðin fjögur tengist Talið er að morðið á föstudag tengist morðum á þremur öðrum múslimum sem voru skotnir til bana í austurhluta Albuquerque á undanförnum tíu mánuðum en þar af áttu þrjú morðanna sér stað á innan við tveimur vikum. Allir mennirnir fjórir eru múslimar sem eru af suður-asísku bergi brotnir. Bíllinn sem lögreglan í Albuquerque hefur verið að leita að frá því á sunnudag, dökksilfraður Volkswagen Jetta, er fundinn og ökumaður hans líkaAP Lögreglan hefur ekki staðfest að morðin fjögur tengist en þau segja að verið sé að rannsaka hvort það sé raunin. Þá hefur ekki enn komið fram hvort morðin fjögur séu rannsökuð sem hatursglæpir en það má teljast líklegt að svo verði ef þau tengjast. Morðin hafi vakið mikinn óhug og ótta meðal múslima í borginni og greint hefur verið frá því fólk sé jafnvel orðið hrætt við að fara út fyrir hússins dyr. Lögreglan hefur ekki greint frá því hvernig morðin áttu sér nákvæmlega stað en segir að í tilfellum fyrstu þriggja mannanna sem voru skotnir til bana, þeirra Muhammad Afzaal Hussain, Aftab Hussein og Mohammad Ahmadi, hafi verið „ráðist á þá úr launsátri, þeir skotnir og drepnir.“ Aðeins nokkrum klukkustundum eftir bænastund fyrir tvö fórnarlambanna á föstudag fannst Naeem Hussain látinn. Þriðji músliminn sem hefur verið drepinn á innan við tveimur vikum og sá fjórði frá því í nóvember á síðasta ári.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira