Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Helga Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:00 Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun