Oftöldu starfsmenn og brutu gegn lögum um hópuppsagnir Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 14:20 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur slegið á putta Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Arnar Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð. Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að þrír þeirra sem sagt var upp störfum hefðu leitað álits hans vegna uppsagnarinnar. Kvörtunin byggði meðal annars á því að vegna þess fjölda sem hefði verið sagt upp störfum samtímis hefði stofnuninni verið skylt að fylgja ákvæðum laga um hópuppsagnir. Umboðsmaður afmarkaði umfjöllun sína við þann þátt málsins. Málavextir voru þeir að í september 2020 samþykkti stjórn Sjúkratrygginga Íslands nýtt skipurit fyrir stofnunina. Í því fólst að í stofnuninni yrðu færri stjórnunareiningar en áður og stöður þriggja sviðsstjóra og ellefu deildarstjóra yrðu lagðar niður. Þrír þeirra sem sagt var upp töldu farir sínar ekki sléttar þar sem þeir töldu að lög um hópuppsagnir hefðu átt að gilda í þeirra tilviki. Til þess að um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laganna þarf að segja upp tíu prósent starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar á þrjátíu daga tímabili ef starfsmenn eru eitt til þrjú hundruð talsins. Í tilfelli SÍ voru 143 sem þáðu laun frá stofnuninni og því leit hún svo á að fjórtán uppsagnir nægðu ekki til þess að ná tíu prósent þröskuldinum. Álitsbeiðendur töldu það hins vegar ekki standast enda væru fimm þeirra 143 launþega stjórnarmenn sem skipaðir eru af yfirvöldum og því ekki starfsmenn í skilningi laganna og leituðu því til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun leit svo á að heimilt væri að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana, sem sannanlega væru venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda, með í heildarfjölda starfsmanna við mat á því hvort um hópuppsögn væri að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir. Töldu lögin ekki eiga við um sig Sjúkratryggingar Íslands sögðu í svari við bréfi umboðsmanns að samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins ættu lög um hópuppsagnir ekki við um starfsmenn opinberra stofnanna með vísan til samræmingarreglu evrópuréttarins. Umboðsmaður leit hins vegar svo á að undanþága opinberra stofnana í tilskipuninni hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt, enda hafi hún verið valkvæð, og því giltu lögin fullum fetum um opinberar stofnanir. Næst rakti umboðsmaður það að stjórnarmenn sem skipaðir eru af heilbrigðisráðherra geti ekki talist til starfsmanna Sjúkratrygginga enda væri þeim falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar sem að öðru leyti lýtur stjórn forstjóra. „Þótt stjórnarmenn fái greidda þóknun af rekstrarfé stofnunarinnar er þar af leiðandi ekki unnt að líta svo á að þeir lúti stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni sé með þeim hætti að þeir séu starfsmenn hennar,“ segir í áliti umboðsmanns. Þannig var rúmlega tíu prósent starfsfólks sagt upp enda voru starfsmenn í skilningi laganna aðeins 138 en ekki 143. Umboðsmaður beinir tilmælum til SÍ að leita leiða til að rétta hlut álitsbeiðenda en að öðru leyti verði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif framangreinds annmarka ef hlutaðeigandi kjósa að leggja mál sín í þann farveg. Þá beinir umboðsmaður tilmælum til SÍ að gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu. Umboðsmaður Alþingis Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að þrír þeirra sem sagt var upp störfum hefðu leitað álits hans vegna uppsagnarinnar. Kvörtunin byggði meðal annars á því að vegna þess fjölda sem hefði verið sagt upp störfum samtímis hefði stofnuninni verið skylt að fylgja ákvæðum laga um hópuppsagnir. Umboðsmaður afmarkaði umfjöllun sína við þann þátt málsins. Málavextir voru þeir að í september 2020 samþykkti stjórn Sjúkratrygginga Íslands nýtt skipurit fyrir stofnunina. Í því fólst að í stofnuninni yrðu færri stjórnunareiningar en áður og stöður þriggja sviðsstjóra og ellefu deildarstjóra yrðu lagðar niður. Þrír þeirra sem sagt var upp töldu farir sínar ekki sléttar þar sem þeir töldu að lög um hópuppsagnir hefðu átt að gilda í þeirra tilviki. Til þess að um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laganna þarf að segja upp tíu prósent starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar á þrjátíu daga tímabili ef starfsmenn eru eitt til þrjú hundruð talsins. Í tilfelli SÍ voru 143 sem þáðu laun frá stofnuninni og því leit hún svo á að fjórtán uppsagnir nægðu ekki til þess að ná tíu prósent þröskuldinum. Álitsbeiðendur töldu það hins vegar ekki standast enda væru fimm þeirra 143 launþega stjórnarmenn sem skipaðir eru af yfirvöldum og því ekki starfsmenn í skilningi laganna og leituðu því til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun leit svo á að heimilt væri að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana, sem sannanlega væru venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda, með í heildarfjölda starfsmanna við mat á því hvort um hópuppsögn væri að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir. Töldu lögin ekki eiga við um sig Sjúkratryggingar Íslands sögðu í svari við bréfi umboðsmanns að samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins ættu lög um hópuppsagnir ekki við um starfsmenn opinberra stofnanna með vísan til samræmingarreglu evrópuréttarins. Umboðsmaður leit hins vegar svo á að undanþága opinberra stofnana í tilskipuninni hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt, enda hafi hún verið valkvæð, og því giltu lögin fullum fetum um opinberar stofnanir. Næst rakti umboðsmaður það að stjórnarmenn sem skipaðir eru af heilbrigðisráðherra geti ekki talist til starfsmanna Sjúkratrygginga enda væri þeim falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar sem að öðru leyti lýtur stjórn forstjóra. „Þótt stjórnarmenn fái greidda þóknun af rekstrarfé stofnunarinnar er þar af leiðandi ekki unnt að líta svo á að þeir lúti stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni sé með þeim hætti að þeir séu starfsmenn hennar,“ segir í áliti umboðsmanns. Þannig var rúmlega tíu prósent starfsfólks sagt upp enda voru starfsmenn í skilningi laganna aðeins 138 en ekki 143. Umboðsmaður beinir tilmælum til SÍ að leita leiða til að rétta hlut álitsbeiðenda en að öðru leyti verði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif framangreinds annmarka ef hlutaðeigandi kjósa að leggja mál sín í þann farveg. Þá beinir umboðsmaður tilmælum til SÍ að gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira