Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 20:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ritstjórn ekki ætla að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Vísir/Vilhelm Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira